fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Morðhúsið í Idaho rifið – Fjölskyldur telja sönnunargögn eyðilögð

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 30. desember 2023 20:00

Hin fjögur myrtu ungmenni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsið þar sem fjögur ungmenni voru myrt í Idaho fyrir rúmi ári hefur verið rifið. Fjölskyldur hinna látnu eru ósátt þar sem réttarhöldin hafa ekki enn þá farið fram. Verið sé að eyðileggja sönnunargögn fyrir réttarhöldin í sumar.

Morðin á ungmennunum fjórum í bænum Moscow í Idaho þann 13. nóvember árið 2022 vöktu mikinn óhug. Fórnarlömbin voru öll háskólanemar sem voru stungin margsinnis til bana aðfaranótt þessa dags í húsnæði sem þau höfðu á leigu. Líklega á meðan þau voru sofandi.

Þetta voru þau Madison Mogen, Kaylee Goncalves, Ethan Chapin, og Xana Kernodle sem fundust öll í rúmunum sínum.

Húsið var jafnað við jörðu í vikunni. Mynd/skjáskot/WPN

Tvær aðrar stúlkur, einnig háskólanemar, voru í húsinu þegar þetta gerðist en sváfu alla nóttina. Þær gerðu lögreglu viðvart þegar þær vöknuðu og sáu blóðbaðið.

Talið var að morðinginn eða morðingjarnir hefðu vitað aðgangsnúmerið að húsinu því að engin merki voru um innbrot. Mikil óhugnaður greip um sig í háskólabænum, sem telur aðeins 25 þúsund sálir, og málið varð að stóru fréttamáli út um allan heim.

Handtekinn hinum megin á landinu

Það var ekki fyrr en eftir jólin þetta ár, um einum og hálfum mánuði eftir morðin, sem lögregla handtók mann að nafni Bryan Christopher Kohberger, 28 ára, fyrir morðin í Moscow. Hann var doktorsnemi í afbrotafræði, sem nýlega hafði verið látinn hætta kennslu vegna afbrigðilegrar hegðunar.

Sjá einnig:

Morðgátan í Idaho – „Lýsti inn í húsið“ – Hundur drepinn og fláður

Kohberger var handtekinn í Pennsylvaníu, í um 4 þúsund kílómetra fjarlægð frá vettvangi glæpsins. Það voru ábendingar um hvíta Hyundai Elantra bifreið hans sem komu lögreglunni á sporið.

Hvorki saksóknari né verjandi Kohberger gerðu athugasemdir við að leiguhúsnæðið þar sem morðin voru framin væri jafnað við jörðu núna í vikunni.

Sönnunargögn eyðilögð

Samkvæmt fjölmiðlinum News Nation hafa fjölskyldur tveggja fórnarlambanna, Goncalves og Kernodle, mótmælt þessari aðgerð. Ekkert hafi legið á því að rífa húsnæðið fyrr en eftir að réttarhöldin væru búin. Húsnæðið sjálft og munir þar inni gætu enn þá hjálpað til við að upplýsa glæpinn. Nú sé hugsanlega búið að eyðileggja mikilvæg sönnunargögn í málinu.

Að sögn lögregluyfirvalda hafa hins vegar öll sönnunargögn verið tekin út úr húsinu. Þá hafa einnig verið gerð þrívíddar líkön af húsinu og ótal ljósmyndir teknar inn í því.

Óþægilegar minningar fyrir nemendur

Fjölskyldur segja þetta hins vegar ekki nóg. Í sumum réttarhöldum hefur verið farið með kviðdómendur á vettvang morða til þess að þeir geti betur áttað sig á aðstæðum. Þá er ekki hægt að ná ýmsum hlutum í þrívíddarlíkön eða ljósmyndir. Til að mynda upplýsingar um hljóðvist húsa. Hafa talsmenn fjölskyldnanna lýst niðurrifinu sem „geðveiki.“

Hinn grunaði var gripinn í Pennsylvaníu 30. desember. Mynd/Monroe sýsla

Yfirvöld segja hins vegar að þegar húsið hafi verið rifið hafi ýmsu verið breytt síðan morðin voru framin. Þess vegna hefði kviðdómi aldrei verið leyft að fara þarna inn. Þá hefði verið mikill þrýstingur frá háskólasamfélaginu að rífa húsið. Það skapaði mjög óþægilegar minningar fyrir nemendur.

Réttarhöldin yfir Kohberger hefjast í sumar. Ákveðið var að halda þau þegar háskólanemar eru í sumarfríi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“