Enska knattspyrnufélagið Arsenal á marga stuðningsmenn hér á landi og eins og þeir ættu að vita tapaði karlalið félagsins leik sínum gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Svo illa tóku nokkrir stuðningsmenn liðsins hér á landi tapinu að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til. Í dagbók lögreglunnar segir eftirfarandi um atvikið:
„Tilkynnt um öskur og læti koma frá íbúð. Þarna reyndust vera Arsenal áðdáendur að horfa á Arsenal tapa, þau könnuðust ekki við nein öskur annað en það sem gengur og gerist yfir fótboltaleik. Þau lofuðu þó að lækka róminn yfir leiknum.“