fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ísraelskur táningur fangelsaður fyrir að neita að gegna herþjónustu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. desember 2023 16:30

Tal Mitnick. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tal Mitnick er 18 ára gamall Ísraeli. Hann hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að neita að gegna herþjónustu og búist er við að hann fái viðbótar dóm. Mitnick segist með neitun sinni vera að lýsa andstöðu við yfirstandandi hernaðaraðgerðir Ísraels á Gaza-svæðinu.

Kanadíska ríkissjónvarpið CBC greinir frá málinu.

Þar kemur fram að nokkur hópur ungs fólks í Ísrael hafi neitað að gegna herþjónustu vegna hernaðaraðgerðanna.

Mitnick er fyrsta manneskjan til að vera handtekinn vegna þessa og hlaut hann fangelsisdóminn fyrr í þessari viku.

Hann segir í yfirlýsingu ofbeldi enga lausn á deilum Ísraela og Palestínumanna. Það sé engin hernaðarleg lausn á pólitískum vandamálum. Þess vegna neiti hann að vera hluti af her sem hunsi hin raunverulegu vandamál og lúti ríkisstjórn sem auki bara þjáningar.

Almenn herskylda er í Ísrael fyrir bæði karla og konur og þau sem neita að gegna herþjónustu eru yfirleitt dæmd í 10 daga fangelsi. Haldi þau áfram að neita að gegna herskyldunni er þetta fólk ítrekað dæmt í fangelsi. Dómurinn yfir Mitnick er því lengri en gengur og gerist í slíkum tilfellum.

Mitnick var meðal 200 ungmenna sem skrifuðu undir opið bréf á síðasta ári þar sem þau sögðust ekki ætla að gegna herskyldu vegna umdeildra breytinga á dómskerfi Ísraels og til að mótmæla hersetu lands síns á Vesturbakkanum.

Algengara er í Ísrael að fólk fái undanþágu frá herskyldu en að það beinlínis neiti að gegna henni.

Strangtrúaðir Gyðingar fá iðulega undanþágu og einnig þau sem eru í námi sem tengist Gyðingdómnum sjálfum og helstu helgiritum hans. Fólk getur einnig fengið undanþágu af heilsufarsástæðum.

Undanþágum vegna andlegra veikinda hefur til að mynda fjölgað nokkuð á síðustu árum. Að sögn er það nokkuð algengt að af þessum hópi séu einhverjir að þykjast vera andlega veikir til að komast undan herskyldunni án þess að verða fyrir aðkasti.

Ísraelar sem mótmæla hernaðinum á Gaza opinberlega þurfa iðulega að sæta líflátshótunum eða svívirðingum og ísraelskir ríkisborgarar, sem eru af palestínskum ættum, hafa jafnvel verið handteknir fyrir að krefjast vopnahlés á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“