fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Inga með mikilvæg skilaboð til lífeyris- og eftirlaunaþega

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 29. desember 2023 11:30

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland formaður Flokks Fólksins áréttar í færslu á Facebook-síðu sinni að ákveðinn hópur eftirlaunaþega og lífeyrisþega muni ekki missa persónuafslátt sinn frá og með 1. janúar næstkomandi eins og Tryggingastofnun hafi tilkynnt þeim.

Inga er í færslunni að vísa til frumvarps til breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem samþykkt var á Alþingi 16. desember síðastliðinn.

Meðal laga sem var breytt með frumvarpinu voru lög um tekjuskatt nr. 90/2003.

Breytingin kveður á um að tekjuskattur lífeyrisþega og eftirlaunaþega sem búsettir eru erlendis verði reiknaður af tekjuskattsstofni án persónuafsláttar.

Jack Hrafnkell Daníelsson er lífeyrisþegi og býr erlendis. Hann greinir frá því á sinni Facebook-síðu að hann fengið tilkynningu frá Tryggingastofnun um að þar sem hann búi erlendis geti hann ekki lengur nýtt persónuafslátt. Hann birtir bréf frá stofnuninni þar sem segir að vegna breytinga á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt geti „erlendis búsettir“ ekki lengur nýtt persónuafslátt af lífeyristekjum á Íslandi.

Í annarri færslu segir Jack Hrafnkell að útborgaður lífeyrir hans muni lækka 1. janúar.

Í sinni færslu minnir Inga á síðustu grein frumvarpsins sem samþykkt var 16. desember. Þar segir að sá liður frumvarpsins sem varðar persónuafslátt lífeyrisþega sem búa erlendis taki ekki gildi fyrr en 1. janúar 2025:

„Þið getið séð það í lögunum sjálfum hér að neðan en í gildisákvæði 36. gr. kemur fram að lögin öðlist gildi 1. jan. 2024 NEMA !!!!!!! a-liður 11. gr. og 22. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2025. og það er einmitt um persónuafsláttinn.“

Inga segir að hún fengið gildistöku þessa ákvæðis frestað á síðasta starfsdegi Alþingis fyrir jól og Tryggingastofnun „hafi aldeilis farið fram úr sér“ með tilkynningum eins og þeirri sem Jack Hrafnkell fékk.

Færslan var birt um miðnættið og þar segist Inga ætla að ganga strax í málið og láta leiðrétta þetta. Hún bætir því við að hún og hennar flokkur muni halda áfram að berjast fyrir því á þingi að þetta ákvæði verði endanlega afnumið:

„Svo höldum við bara baráttunni áfram og notum nýja árið í að losna alveg við þetta andstyggðar ofbeldi stjórnvalda gegnvart öryrkjum og eldra fólki.“

Leiðrétting í gangi

Í nýrri færslu sem Inga birti nú í morgun segir hún að verið sé að leiðrétta þessi mistök sem hún segir Skattinn bera ábyrgð á:

„Tryggingastofnun hefur keyrt kerfin sín í samræmi við tilmæli skattsins og þannig tekið persónuafsláttinn af fólki sem býr erlendis og fær greiðslur frá TR ásamt því að hafa sent út yfirlit fyrir árið 2024. Eftir gott samtal við fjármálastjóra TR í morgun liggur það fyrir að TR greiðir út í dag og verið er að freista þess að ná að leiðrétta mistökin fyrir kl. 15. Ef það gengur ekki upp tæknilega, munu allir fá leiðréttingu og persónuafsláttinn sinn greiddan þann 2. jan. 2024.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1