fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Ólafur er dapur út í borgina: Konan hans mölbraut á sér úlnliðinn í hálkunni – Bíll endaði inni í garði hjá honum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. desember 2023 14:30

Ólafur William Hand

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur William Hand, fyrrverandi markaðsstjóri, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við borgaryfirvöld. Ólafur var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hann gagnrýndi forgangsröðunina í borginni og það hversu illa er staðið að snjómokstri og hálkuvörnum.

„Nú voru menn að byrja að tala um að þessi handbók borgarinnar um snjómokstur hefði gengið svo rosalega vel. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að snjóa einu sinni og menn eru strax farnir að setja á sig medalíur. Eigum við ekki aðeins að leyfa að snjóa í vetur og sjá hvernig gengur,“ sagði Ólafur.

Hringdi þrisvar í borgina

„Ástæðan fyrir því að ég vil ræða þetta er sú að þann 11. nóvember þá byrjaði veturinn á því að ég hringdi í borgina þrisvar sinnum og tilkynnti að það væri mjög hált í götunni hjá mér. Það var ekkert gert í því og það endaði á því að það rann bíll inn í garð hjá okkur í gegnum girðingu. Sem betur fer slasaðist enginn en það hefði getað verið barn á gangstéttinni eða hvernig sem það er,“ sagði Ólafur en þremur dögum fyrir jól dundu ósköpin svo aftur yfir.

„21. desember verður þetta enn vera. Konan mín fer út í göngutúr og rennur á gangstétt sem er ekki söltuð. Það var reyndar búið að skafa hana en þá þjappast bara snjórinn niður og verður að ís,“ segir Ólafur. Það er skemmst frá því að segja að kona Ólafs mölbraut á sér úlnliðinn.

„Hún var að koma úr aðgerð í gær búið að skrúfa hana saman og jólin voru eins og þau voru,“ segir Ólafur sem hefur bæði búið í Rotterdam og New York.

Rætt þar til vorar og allt gleymist

„Það er eins og fólk átti sig ekki á því að það er búið að snjóa hérna frá því að eyjan reis úr hafi, það er ekkert nýtt, en það þarf að búa til handbækur um þetta og það þarf að ræða þetta helst nógu mikið þar til vorar og þá eru menn búnir að gleyma þessu.“

Ólafur benti jafnframt á að á Manhattan snjói meira á veturna en í Reykjavík.

„Þegar ég bjó í New York var þetta þannig að þeir skófu göturnar og sópuðu þær síðan svo ísinn nær ekki að myndast. Þetta gera menn ekki hér heldur láta fólkið þjappa þessu niður og verður að klakabrynju fram á vorið,“ sagði hann.

Viðbygging við ónýtt hús

Ólafur segist vera dapur út í borgina sem er rekin úr vasa skattgreiðenda sem greiða hæstu gjöld á landinu í útsvar og önnur gjöld. Þá sé búið að boða hækkanir á ýmsu á nýju ári en á sama tíma eigi að ráðast í borgarlínu og byggja brú yfir Skerjafjörðinn.

„Þetta er eins og að reisa viðbyggingu við ónýtt hús. Innviðirnir okkar, hellingur af þeim, eru í molum,“ sagði hann og minntist á götusópun á vorin, snjómokstur á veturna og stöðuna í leikskólamálum.

Ólafur segir að aðalatriðið sé það að heimilisbókhald borgarinnar er í molum.

„Það er allt í lagi að sinna gæluverkefnum þegar heimilisbókhaldið er í lagi. Þá getum við sem erum að reka venjuleg heimili farið til útlanda, leyft okkur meira, keypt nýjan bíl. En það virðist ekkert vera þannig hjá Reykjavíkurborg. Þau virðast bara eyða og ná bara í meiri pening ef þau fara yfir á heftinu,“ sagði Ólafur sem hvatti borgina til að bíða með flottheitin og leggja frekar áherslu á grundvallaratriðin í þjónustu sinni við borgarbúa.

Hér má hlusta á allt viðtalið við Ólaf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!