fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Forsetaframbjóðandi nefndi ekki þrælahald sem orsök bandarísku borgarastyrjaldarinnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. desember 2023 15:30

Nikki Haley. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikki Haley, sem er ein af frambjóðendum í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2024, sagði á kosningafundi í gær að bandaríska borgarastyrjöldin hefði snúist um hlutverk hins opinbera en nefndi ekki þrælahald sem almennt hefur verið talið helsta orsök styrjaldarinnar.

NBC greinir frá þessu.

Fundurinn fór fram í New Hampshire en kjósandi sem var viðstaddur fundinn spurði Haley beint út hver væri osrsök bandarísku borgarastyrjaldarinnar.

Haley er fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu ríkis og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Donald Trump skipaði hana í síðarnefnda embættið í forsetatíð sinni en eins og kunnugt er býður hann sig einnig fram í forvali Repúblikana. Haley hefur sagt í kosningabaráttu sinni að hún sé helsti valkosturinn sem Repúblikanar hafi gagnvart Trump.

Í svari sínu við spurningu kjósandans um borgarastyrjöldina sagði Haley meðal annars að hún teldi að það sem helst hafi orsakað hana hafi verið frelsi fólks og afskipti hins opinbera af því. Það sé hennar mat að tilgangur þess að hafa stjórnvöld sé að tryggja réttindi og frelsi fólks en að hið opinbera geti ekki gert allt fyrir alla.

Hún sagði að stjórnvöld ættu ekki að segja fólki hvernig það ætti að lifa lífinu heldur tryggja frelsi þess.

Kjósandinn brást við þessu svari Haley og sagðist forviða yfir því að hún hefði ekkert minnst á þrælahald.

„Hvað viltu að ég segi um þrælahald?“ sagði Haley þá.

Jamie Harrison, formaður landsnefndar Demókrata, gagnrýndi Haley harðlega og sagði að fordæming þrælahalds ætti að vera algjört lágmark fyrir hvern þann sem byði sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú