fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Skáksamfélagið syrgir formann Taflfélags Reykjavíkur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. desember 2023 09:45

Ríkharður Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rík­h­arður Sveins­son, formaður Tafl­fé­lags Reykja­vík­ur, er lát­inn á 57. ald­ursári, fæddur 28. des­em­ber 1966. Hann lést 20. des­em­ber síðastliðinn á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans eftir skammvinn veikindi.

Ríkharður sinnti sjálfboðaliðastarfi hjá Taflfélagi Reykjavíkur í rúm fjörtíu ár og var skáksamfélaginu gríðarlega mikilvægur. Hann var formaður TR á ár­un­um 1997-2001 og svo aft­ur frá 2019 til dauðadags. Sem formaður skipulagði hann fjölda skák­móta, fyrir börn sem og á atvinnumannastigi, en að auki var hann einn virtasti skákdómari landsins og gegndi því starfi efsta stigi, til að mynda Reykja­vík­ur- og Ólymp­íu­skák­mót­um. Þá var hann sjálf­ur afar öfl­ug­ur skák­maður.

Tíðindin af fráfalli hans voru gríðarlegt áfall fyrir íslenskt skáklíf.

Ríkharður gegndi því ábyrgðahlutverki að dæma á sögulegu móti í Reykjavík þar sem Garry Kasparov og Magnus Carlsen mættust í fyrsta sinn

Í andlátstilkynningu í Morgunblaðinu í morgun kemur fram að Ríkharður var  son­ur þeirra Sveins Guðmunds­son­ar raf­magns­verk­fræðings, sem er lát­inn, og Ingrid Guðmunds­son versl­un­ar­manns, sem bjuggu í Reykja­vík. Hann var  fimmti í röðinni meðal sex systkina og stundaði nám við Mennta­skól­ann í Hamra­hlíð. Þá lagði hann stund á þýsku við Háskóla Íslands sem var honum mjög hugleikin enda móðir hans þaðan.

Eftir starfsferil hjá Sýslumanninum í Reykjavíkur og Heklu fór Ríkharður að starfa á eigin vegum fyrir  ýmsa lög­fræðinga og sinnti þá marg­vís­legri um­sýslu fyr­ir þá við upp­gjör, slit á búum og eigna­sölu. Þetta var aðalstarf hans síðustu árin og var hann með skrifstofuaðstöðu í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur sem gerði það enn frekar að verkum að hann var alltaf til staðar fyrir skáksamfélagið.

Ríkharður var gríðarlegur safnari og sankaði að sér munum sem tengdust skák á Íslandi og þá sér í lagi frá heims­meist­ara­ein­víg­i Fischer-Spasskys sem haldið var á Íslandi 1972. Átti hann fjölda muna sem tengjast þeim sögu­lega at­b­urði. Þá lagði Rík­h­arður sig einnig eft­ir að ná í hús ís­lensk­um mynda­sög­um, ljóðabók­um og póst­sögu­tengdu efni eins og póst­kort­um og bréf­um.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Rík­h­arðs er Jóna Kristjana Hall­dórs­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Hug­verka­stofu, og þau eiga son­inn Hall­dór sem er 16 ára og nem­andi í fram­halds­skóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks