fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Lögreglan kannast ekkert við lýsingar Þórunnar og Brian

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. desember 2023 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta fjölmiðla af lýsingu Þórunnar Helgadóttur og stjúpsonar hennar Brian á samskiptum hans við lögregluna síðdegis á aðfangadag. Þau halda því fram að Brian hafi verið handtekinn fyrir litlar sem engar sakir en ástæðan sem gefin hafi verið upp sé sú að Brian hafi ekki haft nein skilríki á sér. Þórunn greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni og sagði blasa við að Brian, sem er 28 ára gamall og frá Kenía, hafi verið handtekinn vegna þess að hann sé dökkur á hörund.

Sjá einnig: „Mannvonska að koma svona fram á aðfangadagskvöld“

Í tilkynningunni segir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hún kannist í engu við þessa atvikalýsingu Þórunnar og Brian. Hægt sé að upplýsa að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi á aðfangadag í kjölfar tilkynningar um mann sem var sagður vera sofandi í bíl og hafi bíllinn verið í gangi í töluverðan tíma.

Lögreglan hafi haldið á vettvang og fundið bílinn en þar hafi maður vissulega reynst vera sofandi. Hann hafi verið vakinn og því næst spurður um persónuupplýsingar eins og venja sé. Maðurinn hafi neitað að gefa þær upp þrátt yfir margítrekaðar beiðnir lögreglunnar. Hann hafi verið færður á lögreglustöð en verið áfram tregur til að veita persónuupplýsingar og verið jafnframt margsaga. Reynt hafi verið að komast að heimilisfangi mannsins en hann ekki verið hjálplegur í þeim efnum. Að lokum hafi lögreglunni tekist að koma manninum til síns heima og sannreyna hver hann væri.

Einnig segir í tilkynningunni að lögreglan leggi sig ávallt fram um að eiga góð samskipti við alla borgara og það hafi einnig átt við í þessu máli. Samskipti við umræddan mann hafi verið tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna og styðji fullyrðingar lögreglunnar um atburðarásina þegar maðurinn var handtekinn í Hlíðunum á aðfangadag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“