fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Flugeldasölu Þorbjörns slaufað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. desember 2023 11:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tilkynnti í morgun á Facebook-síðu sinni að engin flugeldasala muni fara fram í ár á vegum sveitarinnar vegna hins gífurlega álags sem verið hefur á meðlimi hennar á þessu ári sem senn líður undir lok.

Í færslunni segir að flugeldasalan hafi verið „langstærsta fjáröflun“ Þorbjörns síðustu áratugi og algjör lykilþáttur í rekstri sveitarinnar. Stuttu yfirliti yfir þau miklu verkefni sem skollið hafa á sveitinni er síðan bætt við:

„Á seinni hluta ársins 2023 höfum við tekist á við stærstu gróðurelda á Íslandi, rýmingu Grindavíkur í kjölfar jarðskjálfta og svo tvö eldgos auk annarra hefðbundinna verkefna björgunarsveita. Við teljum það ekki forsvaranlegt að leggja meiri vinnu á okkar félagsmenn og tímabært að hvíla mannskapinn fyrir komandi verkefni, hver svo sem þau kunna að verða. Að baki eru þúsundir vinnustunda í þessum verkefnum við erfiðar og skrítnar aðstæður og verður hvíldin því kærkomin.“

Er þeim sem vilja styrkja Þorbjörn bent á bankareikning sveitarinnar:

Bankanúmer: 0143 26 8665

Kennitala: 5912830229

Þau sem ætluðu sér að kaupa flugelda af Þorbirni eru hvött til að snúa sér til annarra björgunarsveita á Suðurnesjum:

„Þessar sveitir hafa staðið þétt við bakið á okkur alla tíð og án þeirra getum við ekki verið.“

Í lok færslunnar þakka félagar í Þorbirni fyrir stuðning sem sveitin hefur fengið frá fyrirtækjum og einstaklingum sem sagður er ómetanlegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“