fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Rannsökuðu á hvaða aldri börn hætta að trúa á jólasveininn

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. desember 2023 18:30

Ætla má að það sama eigi við um íslensku jólasveinana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn vísindamanna við Texas háskóla í Bandaríkjunum sýnir að börn hætta að trúa á jólasveininn um 8 ára aldur.

Það var sálfræðingurinn Candice Mills sem leiddi rannsóknina. 48 börn á aldrinum 6 til 15 ára tóku þátt og svöruðu ýmsum spurningum um hvort þau trúðu á jólasveininn og hvernig það lét þeim líða þegar þau komust að því að hann er ekki til.

Foreldrar barnanna svöruðu einnig spurningum. Meðal annars um hvernig þeir héldu blekkingunni um tilvist jólasveinsins á lofti.

Einnig voru 383 fullorðnir einstaklingar spurðir út í hvaða áhrif þessi uppgötvun hafði á þá.

„Ef foreldrar vilja komast hjá því að uppgötvunin um jólasveininn hafi slæm áhrif á börnin þá er gott að vita að börn byrja að efast um tilvist hans um sjö eða átta ára aldur,“ sagði Mills við bresku sjónvarpsstöðina Sky. „Gögnin sýna að þeim mun eldri sem þau komast að sannleikanum þeim mun líklegra er að þetta hafi slæm áhrif á þau.“

Flest börn komast að sannleikanum frá öðrum en foreldrum. Sum uppgötvuðu þetta sjálf áður en nokkur sagði þeim þetta, með því að nota rökhugsun.

Um þriðjungur barna sýna neikvæðar tilfinningar eftir uppgötvunina. Sérstaklega á þetta við þegar foreldrarnir eru búnir að gera mikið til þess að halda blekkingunni á lofti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt