fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Hvetja fólk til að sprengja ekki flugelda nema á leyfilegum tíma – Hundur fældist og varð fyrir bíl

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. desember 2023 14:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýrahjálparsamtökin Dýrfinna hvetja fólk til að fara eftir lögum um hvenær megi sprengja flugelda og hvenær ekki. Það skipti dýraeigendur mjög miklu máli.

„Gæludýraeigendur treysta á að almenningur fari eftir lögum um notkun flugelda,“ segir í tilkynningu frá Dýrfinnu sem birt var núna um jólin.

Þetta sé ekki að ástæðulausu. Á undanförnum árum hafa komið upp atvik þar sem verið vara að sprengja flugelda utan leyfilegs tíma og það komið gæludýraeigendum að óvörum. Höfðu þeir því ekki tækifæri til þess að undirbúa dýrin.

„Eitt af þessum atvikum var þegar hundur var á löglegu lausagöngu svæði, flugeldar voru sprengdir nálægt, hundurinn fældist í burtu endaði á að hlaupa fyrir bíl og lifði það ekki af,“ segir í tilkynningunni. Vitað er um fleiri sambærileg dæmi

Til að koma í veg fyrir svona slys sé mikilvægt að fylgja reglugerð stjórnvalda um notkun flugelda. En þá má aðeins sprengja dagana 28. desember til 6. janúar. Þó ekki frá 22:00 til 10:00 nema á nýársnótt.

„Við viljum hvetja alla sem sækja um leyfi fyrir flugeldasýningu utan leyfilegs tíma að auglýsa sýningarnar MJÖG VEL í hverfishópum viðeigandi hverfis sem og nágrennis. Einnig er sterkur leikur að auglýsa þær inná Hundasamfélaginu,“ segir Dýrfinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“