fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Gröf kanslarans svívirt á jólunum – Máluðu hakakrossa á legsteininn

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. desember 2023 12:30

Schmidt lést árið 2015 þá 96 ára gamall. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gröf þýska kanslarans Helmut Schmidt og konu hans Loki var svívirt um helgina. Málaðir voru hakakrossar á legsteininn með appelsínugulri málningu.

Helmut Schmidt var kanslari Vestur Þýskalands á árunum 1974 til 1982. Áður var hann varnarmálaráðherra og fjármálaráðherra. Schmidt sat fyrir flokk Sósíaldemókrata. Hann var einna þekktastur fyrir að beita sér fyrir Evrópu- og alþjóðasamstarfi og fyrir að taka hart á Baader Meinhof hryðjuverkahópnum.

Hann var virkur í þýsku þjóðlífi eftir að hann hætti í stjórnmálum. Bæði var hann ritstjóri vikublaðsins Die Zeit og reglulegur gestur í ýmsum spjallþáttum. Þótti hann oft frekar hranalegur og var frægur fyrir að reykja sígarettur jafn vel þar sem hann mátti það ekki. Þrátt fyrir þetta varð hann sífellt vinsælli með árunum.

Schmidt lést árið 2015 á heimili sínu í Hamborg, þá 96 ára gamall. Hann var grafinn þar í borg, við hlið konu sinnar Loki Schmidt sem lést fimm árum áður.

„Heilalaus skemmdarverk“

Að sögn lögreglunnar í Hamborg var um að ræða „heilalaus skemmdarverk“ og hefur legsteinninn verið hreinsaður af ófögnuðinum.

Hakakrossar voru málaðir á legsteininn með appelsínugulri málningu.

„Þetta heilalausa skemmdarverk er alvarleg tilraun til þess að reyna að eyðileggja minninguna um Helmut og Loki. Þau voru ávallt trú frelsinu, lýðræðinu og skilningi á milli þjóðum heimsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Gekkst við brotum sínum og Þjóðverja

Schmidt var í Hitlersæskunni og barðist í seinni heimsstyrjöldinni, fyrst á austurvígstöðvunum í innrásinni í Sovétríkin og síðar á vesturvígstöðvunum þegar bandamenn sóttu inn í Frakkland og Benelúx löndin. Undir lok stríðsins var hann handsamaður af Bretum og dvaldi í hálft ár í fangabúðum.

Schmidt var mikill reykingamaður. Mynd/Getty

Schmidt gekkst við því að hafa fallið fyrir hugmyndafræði nasismans á sínum tíma, þrátt fyrir að vera af gyðingaættum sjálfur að hluta. Hann viðurkenndi brot sín og Þjóðverja.

„Við berum ábyrgð, og aðeins við, á dauða meira en sex milljónum gyðinga,“ sagði hann við franska tímaritið LePoint árið 2013.

Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur einnig fordæmt skemmdarverkin á gröf Schmidt. „Helmut og Loki Schmidt stóðu ávallt gegn fyrirlitningu mannkyns, kynþáttahatri og gyðingahatri,“ sagði Faeser.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg