fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Gripu bílþjóf glóðvolgan

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. desember 2023 09:36

Löggan hafði nóg að gera í gærkvöldi og nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumönnum á lögreglustöð 1 (Hlemmi) barst tilkynning um að bíl hafi verið stolið í gærkvöldi. Við reglubundið eftirlit fundu lögreglumenn bílinn í akstri og handtóku tvo menn sem í honum voru. Voru þeir vistaðir í fangaklefa.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins.

Nokkuð mikið var um verkefni tengd ölvun. Meðal annars var tilkynnt um manneskju sem var með skerta meðvitund. Þegar sjúkabíll og lögregla kom á vettvang réðist viðkomandi á lögreglumennina þegar þeir fóru að kanna staðinn. Var hann yfirbugaður og fluttur í fangklefa sökum ástands.

Annars staðar í umdæmi lögreglustöðvar 1 handtók lögregla tvo menn sem höfðu slegist. Báðir voru mjög ölvaðir og með minniháttar áverka. Voru þeir vistaðir í fangaklefa.

Í umdæmi lögreglustöðvar 2, í Hafnarfirði, var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki. Lögreglumenn komu á vettvang og hlupu meintan þjóf uppi. Hann gistir nú fangageymslu.

Þar var einnig einn stútur handtekinn sem reyndist einnig vera bílprófslaus. Sem og var tilkynnt um að bíll hafði verið skemmdur.

Í umdæmdi lögreglustöðvar 4, í Grafarholti, var maður handtekinn sem hafði beitt annan ofbeldi. Var viðkomandi undir töluverðum áhrifum áfengis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“
Fréttir
Í gær

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd