Lögreglumönnum á lögreglustöð 1 (Hlemmi) barst tilkynning um að bíl hafi verið stolið í gærkvöldi. Við reglubundið eftirlit fundu lögreglumenn bílinn í akstri og handtóku tvo menn sem í honum voru. Voru þeir vistaðir í fangaklefa.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins.
Nokkuð mikið var um verkefni tengd ölvun. Meðal annars var tilkynnt um manneskju sem var með skerta meðvitund. Þegar sjúkabíll og lögregla kom á vettvang réðist viðkomandi á lögreglumennina þegar þeir fóru að kanna staðinn. Var hann yfirbugaður og fluttur í fangklefa sökum ástands.
Annars staðar í umdæmi lögreglustöðvar 1 handtók lögregla tvo menn sem höfðu slegist. Báðir voru mjög ölvaðir og með minniháttar áverka. Voru þeir vistaðir í fangaklefa.
Í umdæmi lögreglustöðvar 2, í Hafnarfirði, var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki. Lögreglumenn komu á vettvang og hlupu meintan þjóf uppi. Hann gistir nú fangageymslu.
Þar var einnig einn stútur handtekinn sem reyndist einnig vera bílprófslaus. Sem og var tilkynnt um að bíll hafði verið skemmdur.
Í umdæmdi lögreglustöðvar 4, í Grafarholti, var maður handtekinn sem hafði beitt annan ofbeldi. Var viðkomandi undir töluverðum áhrifum áfengis.