fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Sjáðu myndbandið: Ömurleg aðkoma eftir innbrot í King Kong – „Þetta er erfið byrjun á jólunum“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 23. desember 2023 11:08

Brotist var inn í verslunina King Kong í nótt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir grímuklæddir menn brutust inn í vape-sjoppuna King Kong við Höfðabakka í nótt. Eigandi sjoppunnar, Jón Þór Ágústsson, segir að aðkoman í morgun hafi verið ömurleg og telur að þjófarnir hafi haft á brott með sér vörur fyrir um milljón krónur.

„Maður sér á myndbandinu að þetta eru reynsluboltar,“ segir Jón Þór en hann birti myndband af verknaðinum á Facebook-síðu sinni og óskaði eftir upplýsingum frá hverjum þeim sem gæti veitt slíkt.

Fagmenn á ferð

Á myndbandinu sést að ránið er vel skipulagt en mennirnir tveir brjótast inn í verslunina með töskur og eru aðeins 90 sekúndur að athafna sig og fylla þær af vape-vörum. „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera og ætluðu sér. Maður sér líka á því hvernig þeir brutu upp hurðina að þetta voru fagmenn,“ segir Jón Þór.

Hann segir að um mikið högg sé að ræða enda verslunin nýlega opnuð og auglýst hafði verið að opið yrði öll jólin. „Þetta er erfið byrjun á jólunum. Ég ætlaði að nota daginn í að græja ýmislegt fyrir hátíðarnar en þess í stað þurfti ég fara í vöruhúsið og redda nýjum vörum í hús. Svo er næsta verk að leggja fram kæru,“ segir Jón Þór.

Vakið athygli og umtal

Auk öryggismyndavél var hreyfiskynjarakerfi uppsett sem hefði átt að senda tilkynningu á Jón Þór. Hann var hins vegar að uppfæra símann sinn og þess vegna misfórst það. „Þetta er ótrúleg tilviljun og afleiðingar voru þær að ég sé þetta bara þegar ég renni hérna við snemma í morgun,“ segir Jón Þór.

Hann segist hafa haft áhyggjur af því að svona lagað myndi gerast og því viljað hafa allt í lagi. „Það hefur gengið vel síðan við opnuðum og verslunin vakið athygli og umtal. Það býður því miður svona hættu heim,“ segir hann.

Hér má sjá myndbandið af innbrotinu

Innbrot í King Kong
play-sharp-fill

Innbrot í King Kong

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Hide picture