fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Vildu niðurfellingu leikskólagjalda vegna Kvennaverkfallsins – Líka á milli jóla á nýárs

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 22. desember 2023 17:30

Foreldraráð vill niðurfellingu gjalda vegna kvennaverkfallsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldraráð í leikskólanum Bergheimum Í Þorlákshöfn fór fram á það við sveitarstjórn Ölfus að vistunar- og fæðisgjöld séu felld niður þegar skólastarf er skert. Er vísað til kvennaverkfallsins 24. október í þessu samhengi.

Málið var tekið fyrir hjá bæjarráði Ölfus í gær, 21. desember. Þá var einnig óskað eftir því að felld verði niður vistunar- og fæðisgjöld í dag, 22. desember, sem og dagana á milli jóla og nýárs.

Bergheimar er Hjallastefnuskóli og eini leikskólinn í Þorlákshöfn. Sveitarstjórn lét bóka að þeir starfsmenn Hjallastefnunnar sem gengu frá störfum í kvennaverkfallinu hafi væntanlega gert það í samráði við sinn atvinnurekanda, sem er Hjallastefnan.

„Það var því hvorki með vitund eða á ábyrgð sveitarfélagsins ef þjónusta var skert þann dag,“ segir í bókuninni.

Almennt séð þá hafi þó starfsmönnum sveitarfélagsins verið veitt svigrúm til að taka þátt í kvennaverkfallinu.

Ekkert í samningum um skerta þjónustu

Ekki verður orðið við því að fella niður vistunargjöld þessa daga í kringum jólin. Ekkert í samningum á milli Ölfus og Hjallastefnunnar kveði á um að þjónusta sé skert þessa daga og „því vart hægt að sjá þá öðrum augum en aðra þá þjónustudaga sem foreldrar velja að nýta ekki, svo sem í aðdraganda páska, í sumarorlofum o.fl.“

Eðlilegt sé hins vegar að fæðisgjald sé fellt niður sé það ónýtt og tilkynnt með góðum fyrirvara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við