Heimildin greinir frá þessu í nýjasta tölublaði sínu.
Er Margeir sagður hafa reynt að nýta sér það sem fram kom á upptökunni þegar sálfræðistofa var fengin til að leggja mat á samskipti hans við konuna.
Margeir tók við nýrri stöðu hjá lögreglu þegar hann sneri aftur úr leyfi sem hann var sendur í. Í frétt Heimildarinnar kemur fram að hann hafi verið sendur í leyfi eftir að lögreglukona kvartaði undan áreitni og ofbeldisfullri hegðun hans yfir margra mánaða tímabil.
Í umfjöllun Heimildarinnar í dag segir að Margeir hafi meðal annars gerst sekur um að þvinga konuna til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, senda henni stöðug skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sitja fyrir henni í vinnunni.
Umfjöllun Heimildarinnar má nálgast hér.