fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Grindvíkingar geta haldið jólin heima

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. desember 2023 16:50

Grindavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindvíkingar sem það kjósa geta haldið jólin heima hjá sér í ár, því frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Staðan verður endurmetin þann 27. desember.

Einnig kemur fram að frá og með Þorláksmessu verði lokunarpóstar á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi. Íbúar í Grindavík, eigendur fyrirtækja og starfsmenn þeirra hafi heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta allan sólarhringinn og íbúar megi eins og áður sagði gista í bænum.

Óviðkomandi einstaklingum verði ekki hleypt inn fyrir lokunarpósta að svo stöddu. Helstu fjölmiðlar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta.

Gosinu virðist lokið og almannavarnastig fært á hættustig

Sérfræðingar Veðurstofunnar hittust á fundi klukkan 9.30 í morgun þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 fundaði Veðurstofan með lögreglustjóra og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu er enn talin töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík.

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgos, sem hófst við Sundhnúkagíga 18. desember virðist nú lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!