Í pakkanum var nefnilega sama íþróttaspjald og hann þurfti nauðbeygður að selja fyrir 30 árum þegar þröngt var í búi hjá fjölskyldunni. Lindsey og fjölskylda hennar eru búsett í Mississippi í Bandaríkjunum.
Eins og einhverjir eflaust vita geta verið miklir peningar í pakkamyndabransanum og breytir þá engu hvort um er að ræða fótboltaspjöld, körfuboltaspjöld eða Pokémon-spjöld. Sjaldgæf spjöld ganga kaupum og sölum fyrir stórar fjárhæðir.
Faðir Lindsey átti á sínum tíma verðmætt spjald frá fyrsta tímabili Dan Marino sem er af mörgum talinn einn besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar.
Hann ákvað að selja spjaldið fyrir 30 árum, þegar Lindsey var sjö ára, enda þurfti fjölskyldan nauðsynlega á peningunum að halda.
Ekki liggur fyrir hvað faðir Lindsey fékk fyrir spjaldið á sínum tíma en á uppboðsvefnum eBay má finna samskonar spjöld sem kosta um 5.000 Bandaríkjadali, tæpar 700 þúsund krónur.
Óhætt er að segja að faðir Lindsey hafi verið ánægður þegar hann sá hvað var í pakkanum og mátti meira að segja sjá glitta í tár á hvarmi hans. Lindsey birti myndbandið á TikTok og má sjá það hér að neðan.
@lindseyswagmomIm not crying, you’re crying♬ original sound – Lindsey Moore