Tveir af þremur sonum Eddu Bjarkar Arnardóttir sem leitað hefur verið undanfarið eru komnir í leitirnar. Eins hafa bæði lögmaður Eddu og systir hennar verið handteknar. Mbl.is greinir frá því að drengirnir voru í bíl systur Eddu sem var að ferð í Garðabæ þegar þeir fundust, en þeir voru færðir í umsjá barnaverndar.
Mun þetta hafa átt sér stað þannig að óeinkennisklæddir lögreglumenn stöðvuðu bíl systur Eddu í morgun þegar þau yfirgáfu kaffihús. Með í för var barn systur Eddu sem einnig var fært í umsjá barnaverndar. Svo var lögmaður Eddu handtekin á lögmannsstofu sinni skömmu síðar.
Faðir drengjanna er Íslendingur sem er búsettur í Noregi. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarna mánuði og leitað sona sinna sem hann fer með fulla forsjá yfir. Nú stendur yfir aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins í Noregi gegn Eddu Björk sem er ákærð fyrir að hafa numið syni sína á brott og haldið þeim frá föður sínum í rúmlega eitt og hálft ár. Edda var handtekin í lok nóvember eftir að hafa farið huldu höfði í kjölfar þess að íslenska ríkið féllst að framsal hennar til Noregs. Hún var í gjölfarið úrskurðuðí gæsluvarðhald þar hún var send til Noregs að svara fyrir sakir.