Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna kröfum gyðingasamtakanna Anti Defamation-League gegn (ADL) hýsingarfyrirtækinu 1984 um að lögbann verði sett á síðuna The Mapping Project sem hýst er hjá 1984. Þar eru meðal annars listuð upp heimilisföng hjá stofnunum og fyrirtækjum sem tengjast gyðingum í Massachusetts fylki sem og nokkrum stjórnmálamönnum. ADL og fleiri hafa lýst síðunni sem haturssíðu.
Tók Landsréttur undir þau rök héraðsdóms að ekki væri hægt að fullyrða að á síðunni væri fólgin hatursorðræða og ef fallist væri á lögbann. Ekki sé nægilega vel reifað að friðhelgi einkalífsins, sem voru rök ADL með lögbanni, trompi tjáningarfrelsið í þessu tilfelli.
Hér má lesa ítarlegri umfjöllun um dóminn í héraði.