fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

„Dregur upp glansmynd sem stenst ekki“ – Vilja Eddu í 17 mánaða fangelsi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. desember 2023 08:14

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknari í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var framseld til Noregs á dögunum fer fram á sautján mánaða fangelsi yfir henni.

Edda flaug frá Noregi til Íslands í mars 2022 með þrjá syni sína en hún hefur átt í harðri forræðisdeilu við barnsföður sinn.

Morgunblaðið greindi frá því í gærkvöldi að saksóknari hefði farið fram á 17 mánaða dóm yfir Eddu, en blaðamaður þess sat aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Telemark í Skien.

„Ákærða vissi að hún væri að brjóta af sér þegar hún náði í börn­in, það hef­ur hún viður­kennt, og hún hef­ur enn frem­ur gerst sek um al­var­lega van­rækslu barn­anna,“ hefur Morgunblaðið eftir Lise Dal­haug sak­sókn­ara þegar hún hélt lokaræðu sína í gær.

Þá sagði Lise að ekki væri erfitt að gera sér í hugarlund hversu þungbært málið hefði verið föður drengjanna sem hefði enga hugmynd um hvar þeir væru niðurkomnir.

„[Ákærða] seg­ir að allt gangi svo vel á Íslandi og börn­un­um gangi vel í skól­an­um. Hún dreg­ur upp glans­mynd sem stenst ekki,“ sagði sak­sókn­ari samkvæmt frétt Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“