fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Drama í Faxaflóahöfnum – Hver fékk að sjá uppsagnarbréfið?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. desember 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd birti fyrr í dag úrskurð sinn í máli sem varðaði kvörtun starfsmanns Faxaflóahafna yfir því að öðrum starfsmanni hafi verið sýnt uppsagnarbréf sem sá starfsmaður sem kvartaði hafði lagt fram árið 2019. Taldi starfsmaðurinn að Faxaflóahafnir hafi með þessu gerst brotlegar við lög um persónuvernd. Ágreiningur var í málinu um hvort hinn starfsmaðurinn hafi fengið að sjá uppsagnarbréfið. Niðurstaða Persónuverndar var sú að ósannað sé að átt hefði sér stað vinnsla persónuupplýsinga, um starfsmanninn sem kvartaði, sem hafi brotið gegn lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Starfsmaðurinn, sem er kona, kvartaði til Persónuverndar yfir því að samstarfskonu hennar hjá Faxaflóahöfnum hefði verið sýnt uppsagnarbréfið að ósekju.

Í úrskurðinum segir að í kvörtuninni hafi komið fram að konan hafi sagt upp störfum hjá Faxaflóahöfnum í október. Uppsagnarbréfið hafi hún sent í tölvupósti en starfstitill þess sem tók við bréfinu hefur verið afmáður úr úrskurðinum og raunar hafa allir starfstitlar þeirra starfsmanna sem koma við sögu verið afmáðir. Í uppsagnarbréfinu hafi konan bent á óæskilega hegðun samstarfskonu sinnar í garð annarra starfsmanna. Daginn eftir hafi sú kona komið inn á skrifstofu hennar og þulið orðrétt upp það sem konan sem kvartaði til Persónuverndar hafi skrifað um hana í uppsagnarbréfinu.

Það kemur ekki fram í kvörtuninni hver þessi óæskilega hegðun var

Konan sem sagði upp hélt því fram í kvörtuninni að önnur kona sem starfar hjá Faxaflóahöfnum hafi viðurkennt fyrir sér og öðrum starfsmanni að konan, sem kom við sögu í bréfinu, hafi lesið uppsagnarbréfið í tölvunni hennar. Konan sem kvartaði sagði að konunni sem hafi fengið að lesa uppsagnarbréfið hafi á þennan hátt verið veittur aðgangur að persónuupplýsingum hennar án samþykkis eða lagaheimildar. Hún sagði að auk kvörtunar yfir hegðun hinnar konunnar í uppsagnarbréfinu hafi komið fram í því viðkvæmar persónuupplýsingar, í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, varðandi líðan hennar á þessum tíma og upplýsingar um stéttarfélagsaðild hennar.

Enginn óviðkomandi hafi lesið bréfið – Munnleg miðlun persónuupplýsinga fellur ekki undir lögin

Faxaflóahafnir höfnuðu því að nokkur starfsmaður fyrirtækisins hafi sýnt, eða viðurkennt að hafa sýnt konunni, sem konan sem sagði upp kvartaði yfir, uppsagnarbréfið. Konan hafi séð nafn sitt á tölvuskjá fyrir tilviljun en um hafi verið að ræða hluta tölvupósts sem innihélt uppsagnarbréfið. Sá starfsmaður sem fékk tölvupóstinn sendan hafi þá strax lokað honum og ekki sýnt konunni innihald hans. Konan hafi hins vegar verið upplýst munnlega um að ávirðingar á hendur henni hefðu verið settar fram í tölvupóstinum. Í svörum Faxaflóahafna kom einnig fram að  umræddum tölvupósti hafi verið eytt þegar konan sem sagði upp hafi dregið uppsögn sína til baka þetta ár, 2019.

Niðurstaða Persónuverndar er sú að ekki liggi fyrir í gögnum málsins að konunni sem kvartað var yfir í uppsagnarbréfinu hafi verið veittar upplýsingar um konuna sem sagði upp með þeim hætti sem sú síðarnefnda hélt fram, þannig að brotið hafi verið gegn lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þar af leiðandi telur Persónuvernd ekki tilefni til að stofnunin beiti frekari valdheimildum, sem hún hefur samkvæmt lögum, til þess að rannsaka málið nánar.

Í lok úrskurðarins bendir Persónuvernd enn fremur á að munnleg miðlun persónuupplýsinga ein og sér falli almennt utan gildissviðs laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri