fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Dómurum sem dæmdu Trump í óhag hótað – „Ef Trump verður ekki kjörinn 2024 þá komum við og drepum þig“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. desember 2023 22:30

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómurum við Hæstarétt Colorado ríkis í Bandaríkjunum hefur verið hótað eftir að rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að banna Donald Trump að vera á kjörseðlinum í ríkinu í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2024. Er það úrskurður réttarins að Trump geti ekki boðið sig fram til forseta þar sem hann hafi brotið gegn stjórnarskránni með aðkomu sinni að árásinni á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021.

Þetta kemur fram í umfjöllun CBS.

Kallað hefur verið eftir því á samfélagsmiðlum að dómararnir verði skotnir ásamt andstæðingum Trump. Hvatt er til þess að stuðningsmenn Trump safni að sér vopnum og skotfærum og hefji borgarastryjöld gegn Demókrötum.

Stuðnigsmenn Trump hafa svarað honum beint á samfélagsmiðli hans, Truth Social,  með athugasemdum þar sem þeir hvetja til ofbeldis gegn dómurunum.

Einn gengur svo langt að segja að Bandaríkin séu ónýt og þá þurfi að hefja borgarastyrjöld og beita þá sem eyðilögðu það hefndum.

Fjórir af sjö dómurum Hæstaréttar Colorado komust að þeirri niðurstöðu að banna að Trump yrði á kjörseðlum í ríkinu. Netföngum þeirra, staðsetningu skrifstofa þeirra og myndum af þeim hefur verið deilt á netinu.

Í áliti meirihlutans kom fram að dómarnir gáfu í skyn að líklega yrði leitað hefnda gegn þeim en það væri skylda þeirra að fara að lögum hver svo sem viðbrögð við úrskurðum þeirra kunni að vera.

Hótanirnar eru eingöngu þær nýjustu í röð hótana sem löggæslufólk og dómarar sem lagt hafa stein í götu Trump hefur orðið fyrir.

Trump sætir ákærum í þremur ríkjum. Georgíu, New York, Flórída og á alríkisstigi höfuðborginni Washington D.C. Aðilum sem koma að þeim málum hefur verið ítrekað hótað af stuðningsmönnum hans.

Í New York hefur Trump verið bannað tjá sig um málið opinberlega eftir að hann birti svívirðingar gegn aðstoðarkonu dómara málsins á Truth Social með þeim afleiðingum að alvarlegum hótunum var beint gegn henni. Hann hefur hins vegar brotið gegn þessu banni.

Kona hefur verið ákærð fyrir að hóta dómara í málinu Georgíu, sem snýst um að Trump hefur verið sakaður um að reyna að snúa við niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020, lífláti. Er hún sögð hafa skilið eftirfarandi skilaboð eftir á skrifstofu dómarans:

„Ef Trump verður ekki kjörinn 2024 þá komum við og drepum þig þannig að þú skalt stíga varlega til jarðar. Þú verður skotmark persónulega, opinberlega og líka fjölskylda þín. Þetta allt saman.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin