fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Takmörkuð opnun Grindavíkur frá og með morgundegi til annarra en óviðkomandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. desember 2023 19:16

Frá gosinu fyrr í mánuðinum. Mynd:DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út uppfært hættumatskort fyrir Reykjanesskaga. Þar er talinn minni hætta á að gossprunga opnist án fyrirvara í Grindavík. Sökum þessa hefur lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að gefa íbúum og starfsmönnum fyrirtækja leyfi til að dvelja og starfa í bænum frá kl. 7 til kl. 16 frá og með morgundeginum.

Ekki er þó talið öruggt að dvelja í Grindavík að næturlagi og þurfa íbúar og starfsmenn að yfirgefa bæinn eftir klukkan 16. Fjölmiðlar munu hafa aðgengi að Grindavík á sama tíma. Fólki verður ekki fylt inn í bæinn en viðbragðsaðilar verða til staðar. Óviðkomandi er þó bannaður aðgangur og verður haft eftirlit með bílum sem fara inn og út úr bænum.

Komi til rýmingar munu viðbragðsaðilar gefa það til kynna með hljóðmerkjum og ljósmerkjum. Akstursleiðir út úr bænum eru eftir Nesvegi, Suðurstrandarvegi og eftir atvikum Grindavíkurvegi.

Segir enn fremur í tilkynningu lögreglu:

„Til athugunar fyrir þá sem fara inn í bæinn:

  • Íbúar í Grindavík þurfa ekki að skrá sig til að komast inn í bæinn. Bílar eru taldir inn og út af svæðinu.
  • Grindavík er lokið fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa.
  • Mælst er til þess að fólk komi á eigin bílum. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með en sprungur geta reynst viðsjárverðar.
  • Gagnlegar upplýsingar eru á heimasíðu Grindavíkurbæjar á slóðinni https://grindavík.is/ þá er bent á heimasíðu Veðurstofu Íslands á slóðinni www.vedur.is
  • Mikilvægt er að þeir sem fara til Grindavíkur fylgi tilmælum viðbragðsaðila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“