fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Birgir ómyrkur í máli: „Fíll­inn í her­berg­inu er sú staðreynd að ég er að deyja“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. desember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Gunnlaugsson, tónlistarmaður og hugbúnaðarsérfræðingur, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við íslensk heilbrigðisyfirvöld. Birgir er haldinn ólæknandi sjúkdómi og segist hann í raun fá alla hjálp sem í boði er til að deyja. Hjálp til að lifa sé hins vegar ekki í boði.

Birgir skrifar grein um málið í Morgunblaðið í dag þar sem hann er ómyrkur í máli.

Tilkynnt að baráttan væri töpuð

„For­gangs­röðun í þjón­ustu heil­brigðis­kerf­is okk­ar er þannig háttað að þeir sem eiga meiri mögu­leika á að skila ein­hverju til baka til þjóðarbús­ins ganga fyr­ir þeim sem eiga minni mögu­leika á að skila verðmæt­um til baka. Hér skipt­ir engu hver for­saga verðmæta­sköp­un­ar er hjá viðkom­andi, bara hvers er að vænta,“ segir hann í upphafi greinar sinnar.

Hann segir að vissulega megi hafa samúð með því starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar sem hef­ur það hlut­verk að breiða yfir þenn­an fíl í kerf­inu. Stundum megi jafnvel brosa að þeim skýr­ing­um sem gefn­ar eru.

Birgir fer svo stuttlega yfir heilsufarssögu sína.

„Und­ir­ritaður var greind­ur með IPF-lungna­sjúk­dóm og fyr­ir einu ári til­kynnt að bar­átt­an við sjúk­dóm­inn væri töpuð. Vísað til líkn­arþjón­ustu í fram­haldi og gefið eitt og hálft ár til að lifa. Er með kran­sæðasjúk­dóm að auki, með tvær þræðing­ar að baki á þessu ári og ný­legt heila­blóðfall sem or­sakaði mátt­minnk­un í vinstri út­lim­um. Heils­an sem sé ekki í topp­formi.“

Spjall og niðurstaðan tilkynnt

Birgir segir í grein sinni að eft­ir heila­blóðfallið hafi hjarta­deild LSH Grens­ás­deild LSH sent beiðni um end­ur­hæf­ingu sem tek­in var fyr­ir á Grens­ás á mats­fundi í gær, 19. desember. Hann og eiginkona hans voru viðstödd og segir Birgir að beiðninni hafi verið hafnað.

„Á mats­fund­in­um fór eng­in lík­am­leg skoðun fram, eng­inn tékkaði á hvað mátt­minnk­un­in væri mik­il eða hvort hreyfiget­an eða fín­hreyf­ing­ar væru í lagi. Bara spjall og síðan niðurstaðan kynnt,“ segir Birgir og bætir við að forsendur hefðu meðal annars þær að Grensásdeildin hefði enga þekkingu til að sinna þeim sjúkdómi sem Birgir er haldinn.

„Ég hélt að end­ur­hæf­ing væri þeirra sér­grein! Sund­laug­in myndi ekki nýt­ast mér þar sem ég væri með sóríasis. Fyr­ir mig skipt­ir mestu máli að ná hreyfigetu og fín­hreyf­ing­um í lag sem fyrst til að njóta þess tíma sem ég á eft­ir. Það er aft­ur á móti rétt að ég þarf enga aðstoð við að liggja í rúm­inu.“

Erfitt og sárt

Birgir nefnir fleiri dæmi í grein sinni.

„Önnur dæmi um skrýt­in svör og aðgerðir eru t.d. að á und­an þessu hafði lífs­nauðsyn­leg heima­hjúkr­un „gleymst“ þrjá daga í röð vegna innslátt­ar­villu í tölvu. Lífs­nauðsyn­leg lyf gleymst vegna þess að það eru bara gefn­ir út einnota lyflseðlar þar sem viðkom­andi er hvort sem er að deyja. Flensu- og covid-spraut­ur ekki farið fram án skýr­inga þrátt fyr­ir ít­rek­an­ir. Og þá má ekki gleyma augn­steina­skipt­un­um sem augn­deild­in á LSH lofaði í ág­úst síðastliðnum en ég er u.þ.b að verða blind­ur á sjá­andi aug­anu. Hitt augað missti ég í lyfja­gjöf á LSH (hliðar­verk­un) þar sem líf­tækni­lyfið InFlizeby var gefið í æð. Það er til orginal lyf fyr­ir sama til­gang með eng­um hliðar­verk­un­um en það þótti of dýrt í mínu til­felli þar sem lífs­mögu­leik­ar mín­ir eru skert­ir.“

Birgir endar grein sína á þessum orðum:

„Fíll­inn í her­berg­inu er sú staðreynd að ég er að deyja. Ég virðist fá alla hjálp sem mögu­leg er til að deyja en hjálp til að lifa stend­ur ekki til boða. Þetta finnst mér erfitt og sárt að lifa við. Ég vona að í framtíðinni höf­um við efni á því sem þjóð að hjálpa fólki til að lifa, án til­lits til ald­urs eða stöðu, en lát­um al­mættið um hinn kost­inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“