fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
FókusFréttir

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?

Fókus
Laugardaginn 2. desember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvort sem fólk hefur áhuga á knattspyrnu eða ekki, þá hafa líklega flestir heyrt af þeim gífurlegu fjármunum sem þessi íþrótt veltir sem og fréttir um meinta spillingu innan hreyfingarinnar. Stórmót í knattspyrnu eru sög ganga kaupum og sölum og sumum virðist jafnvel svo að hreyfingin minni heldur á glæpasamtök eða mafíu frekar en íþróttasamband. Þannig lýsa félagarnir í Álhattinum því í það minnsta, en að þessu sinni velta félagarnir Guðjón Heiðar, Ómar Þór og Haukur Ísbjörn, því fyrir sér hvort að eigendur Manchester City hafi haft óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna.

Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með þá tekur Álhatturinn fyrir samsæriskenningar, allt frá vinsælum kenningum sem flestir hafa heyrt um yfir í samsæriskenningar sem líklega aðeins sannir aðdáendur samsæra vita um.

Þeir félagar hafa fjölmargar spurningar að þessu sinni.

Eru peningar að eyðileggja íþróttina?

„Getur verið að það séu ekki bara stórmót á vegum UEFA og FIFA sem gangi kaupum og sölum meðal gerspilltra jakkafatakakkalakka og auðjöfra? Við vitum fyrir víst að heimsmeistaramótin í Rússlandi 2018 og Katar 2022 voru keypt með því að fóðra djúpa vasa gráðugra manna en nær spillingin mögulega lengra og dýpra?

Löngum hefur verið rætt um að peningar séu að eyðileggja íþróttina og að leikmenn séu á allt of háum launum sem séu úr takt við allan raunveruleika. En þó líklega aldrei eins mikið og eftir að olíufurstar og fjárfestingarsjóðir heilu þjóðríkjanna fóru að eignast knattspyrnufélög. Áður höfðu kaup Roman Abramovich á Chelsea vissulega vakið efasemdir einhverra stuðningsmanna annara liða og einhverjir kváðu oft við þegar Real Madrid og Barcelona kepptust við að slá metin yfir dýrustu leikmenn sögunnar á sínum tíma. En sú gagnrýni var ekkert í líkingu við þá gagnrýni sem komið hefur fram eftir kaup olíusjóðs sameinuðu arabísku furstadæmanna á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

 

@alhatturinn Are Man City influencing referees using their owners wealth? #Mancity #mancityfc#premierleague #liverpool #arsenal #liverpoolfc #arsenalfc #podcast #conspiracy #conspiracytiktok #footballconspiracy #footballconspiracytheory #UAE #corruption#FFP #var #varconspiracy #samsæri #samsæriskenningar #svindl #fyp #fypiceland #fypシ #fypシ゚viral #football #soccer ♬ original sound – Álhatturinn

Hversu langt ná völdin?

En hvað hefur þetta eiginlega að gera með Álhatta og samsæri kann einhver að spyrja? Jú það vill nefnilega svo til kæri Álhattur að til eru þau sem telja að Manchester City séu ekki eingöngu að skekkja leikinn með kaupum á rándýrum leikmönnum á himinháum launum, sem engin önnur lið eiga roð í að borga. Er möguleiki á að eigendur Manchester City séu það auðugir og valdamiklir í krafti auðjöfra sinna að það sé farið að hafa áhrif á dómara og dómgæslu í úrvalsdeildinni almennt?

Þekkt eru fyrirbærin heimavallar dómgæsla og stóru liða dómgæsla hvar dómgæslan virðist hliðhollari heimaliðinu eða stóra liðinu, hvort sem það er meðvituð ákvörðun dómaranna eður ei. Fergie time á tímum Alex Ferguson, Kloppage Time undir stjórn Jurgen Klopp svo ekki séu nefnd öll vafaatriðin sem féllu með New England Patriots í tíð Tom Brady.

Dæmin eru fjölmörg. En geta peningar og auðæfi haft sömu áhrif og pressan frá smekkfullum heimavelli af eldheitum stuðningsmönnum gargandi eða blóðheitum Skota öskrandi fúkyrðaflaum á hliðarlínunni? Í nýjasta þættinum af Álhattinum ræða þeir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór þá skemmtilegu samsæriskenningu að Manchester City séu ekki bara skekkja leikinn og kaupa titla með kaupum á öllum dýrustu og bestu leikmönnum á markaðnum heldur séu þeir einnig að hafa óeðlileg áhrif á dómara í ensku úrvalsdeildinni.

Eru brögð í tafli?

Ferðalög dómara til furstadæmanna til þess að dæma ómerkilegan æfingarleik degi áður en þeir áttu að VAR dæma mikilvægan leik í toppbaráttunni úrvalsdeildinni, málsókn UEFA á hendur Manchester City og félagsskiptabannið sem hinn undarlegi og algjörlega óháði CAS dómstóll snéri við ber meðal annars á góma auk þess er strákarnir kynna sér hvaða önnur knattspyrnufélög City Football Group, eigendur Manchester City, eiga. Hvað í veröldinni er skapandi bókhald(Creative accounting) sem City Football Group hreykja sér af og hvernig má vera að slíkir fjármálafimleikar og bókhaldsbrellur standist skoðun? Hvað í veröldinni voru stjórnarformaður aðaleigandi City og forseti UEFA að gera saman á leik með City á meðan UEFA og City stóðu í málaferlum hjá alþjóða íþróttadómstól(CAS) og hvernig stendur á því að City fengu að velja 2 af 3 dómurum við dómstólinn í málinu?

Eru brögð í tafli og eitthvað gruggugt í vatninu hjá dómara samtökum ensku úrvalsdeildarinnar eða er þetta hrein og klár öfund stuðningsmanna annara liða? Ber gagnrýni fólks á City þess kannski merki að valdajafnvæginu séu ógnað nú þegar sömu gömlu stóru 5 liðin eru ekki lengur ein í kapphlaupinu? Eða er raunverulega maðkur í mysunni og dómarar eru markvisst að hjálpa City að vinna titla?

Fá City til dæmis óeðlilega langan uppbótatíma þegar þeir lenda undir? Fá þeir óeðlilega mörg víti eða eru andstæðingar þeirra óvenjulega oft reknir út af? Þetta, ítarleg VAR tölfræði og ýmislegt annað áhugavert í nýjasta þættinum af Álhattinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör