fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Edda Björk fær hryðjuverkameðferðina í Noregi – Lokuð inni í sama fangelsi og Breivik og má aðeins hringja eitt símtal á viku

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. desember 2023 19:02

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björk Arnardóttir hefur verið úrskurður í 30 daga varðhald í Noregi. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV.

Um er að ræða Þelamerkurfangelsið, sem er öryggisfangelsi í Skien, Noregi. Hörð takmörk eru á samskiptum Eddu við umheiminn en hún á rétt á 30 mínútna löngu símtali á viku fresti til fjölskyldu sinnar. Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik var vistaður í sama fangelsi í áratug, en því var breytt í kvennafangelsi fyrr á þessu  ári. Engin dagsetning er komin á aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Eddu, en hún er sökuð um barnarán.

Hæstaréttarlögmaðurinn Dögg Pálsdóttir skrifar á Facebook að ef afstaða Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, sé virkilega sú að allt hafi verið löglegt við framsal Eddu til Noregs, þá þurfi Alþingi eigi síðar en strax að breyta lögum.

Breyta þarf lögunum strax

Dögg skrifar á Facebook:

„Í kvöldfréttum RÚV rétt í þessu: Búið að úrskurða Eddu Björk Arnardóttur í 30 daga varðhald í Noregi í sama fangelsi og Breivik hefur verið. Engin dagsetning komin á réttarhöldin.

Dómsmálaráðherra sagði í gær allt kringum framsal Eddu Bjarkar löglegt. Ef það er rétt þá þarf Alþingi eigi síðar en strax að breyta þessum lögum.“

Lögmaðurinn og fyrrum þingkonan Helga Vala Helgadóttir spyr í athugasemdum hvers vegna íslensk stjórnvöld hafi ekki beitt lagaheimild þar sem segir  að í stað þess að fresta afhendingu sé heimilt að afhenda eftirlýstan mann tímabundið samkvæmt skilyrðum sem samið er um í skriflegu samkomulagi milli ríkissaksóknara og þess sem gaf handtökuskipunina út.

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur krafið dómsmálaráðherra svara vegna málsins, en hún telur íslenska ríkið hafa heimild til að hlutast um mál og fresta framsali þegar ekki er ljóst hvenær réttarhöld fara fram. Dilja velti því fyrir sér í Vikulokunum á Rás 1 í morgun hvort mál Eddu væri einstakt.

Drengirnir enn ófundnir

Til upprifjunar þá hefur Edda Björk verið framseld til Noregs, en snemma á síðasta ári flaug hún með einkaflugvél til Noregs og nam á brott syni sína þrjá. Höfðu dómstólar í Noregi komist að þeirri niðurstöðu að Edda Björk mætti aðeins umgangast syni sína í 16 klukkustundir á ári, undir eftirliti barnaverndar, og mátti hún aðeins tala við drengina á norsku.

Eftir að Edda nam drengina á brott hafa þeir dvalið hér á landi og eftir að Edda var handtekin í vikunni er ekki vitað hvar drengirnir eru niðurkomnir. Faðir drengjanna er nú staddur á landinu og leitar þeirra. Lögmaður drengjanna, Leifur Runólfsson, hefur varað við því að það sé refsinæmur verknaður að halda börnum frá forsjáraðila og þeir sem séu með drengina í felum eigi á hættu að vera kærðir. Aðeins sé tímaspursmál hvenær drengirnir komi í leitina og þeim komið til föður og til Noregs þar sem þeir eiga heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“