fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Vinsæll veitingastaður verður World Class ef leyfi fæst

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. desember 2023 15:35

Björn og Hafdís ásamt börnum þeirra, Birni Boða og Birgittu Líf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Sjáland sem rekinn var við sjávarsíðuna í Garðabæ við miklar vinsældir gæti orðið að næsta útibúi líkamsræktarstöðvanna World Class, það er ef eigendurnir Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir fá leyfi til að stækka fasteignina.

Innherji greinir frá að World Class er komin með samþykkt kauptilboð í fasteignina, en tilboðið er með fyrirvara um að byggingarleyfi fáist til að stækka fasteignina umtalsvert. Hjónin segja staðsetningu húsnæðisins algeran gimstein fyrir líkamsræktarstöð. 

Húsnæðið er í eigu Arnarnesvogs ehf. sem leigði veitingareksturinn til Gourmet ehf., sem var í eigu Stefáns Magnússonar sem kom einnig að rekstri Reykjavík Meat og Mathúsi Garðabæjar. Gourmet ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun október. Veitingastaðnum var lokað 2. október.

Sjá einnig: Landsréttur sneri við úrskurði um útburð rekstraraðila Sjálands – Greiddi vangoldna húsaleigu 10 mínútum áður en yfirlýsing barst

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“