fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Þorvaldur er temmilega bjartsýnn á að varnargarðarnir haldi – Hraun gæti runnið í átt að Grindavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 06:00

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, er temmilega bjartsýnn á að varnargarðarnir, sem gerðir hafa verið, haldi en bendir á að þeim sé ekki ætlað að stöðva hraunflæðið, heldur beina því í aðra átt.

En ég hefði verið til í að vera kom­inn með garð fyr­ir ofan Grinda­vík,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið.

Hann sagði gosið vera tíu til tuttugu sinnum kraftmeira en við upphaf gossins í Fagradalsfjalli 2021. Nú koma 100 til 200 rúmmetrar af kviku upp úr sprunginni á sekúndu hverri.

Hvað varðar útstreymi brennisteinsdíoxíðs þá er það tífalt meira á hverja tímaeiningu en í síðustu þremur gosum eða 30 til 60 þúsund tonn á sólarhring. Góðu fréttirnar hvað þetta varðar eru að sögn Þorvalds að vindáttir eru hagstæðar eins og er og blæs þessu að mestu út á haf.

Hraun flæðir nú í norður og austur frá sprungunni en Þorvaldur benti á að hraunið geti ekki runnið mjög langt til austurs því landið byrjar að hækka skammt frá sprungunni. Segir hann þá töluverðar líkur á að hraunrennslið sveigi í suður, í átt að Grindavík. Norðan við gossprunguna séu mikilvægir innviðir sem geti verið í hættu ef gosið stendur lengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök