fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Þorvaldur er temmilega bjartsýnn á að varnargarðarnir haldi – Hraun gæti runnið í átt að Grindavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 06:00

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, er temmilega bjartsýnn á að varnargarðarnir, sem gerðir hafa verið, haldi en bendir á að þeim sé ekki ætlað að stöðva hraunflæðið, heldur beina því í aðra átt.

En ég hefði verið til í að vera kom­inn með garð fyr­ir ofan Grinda­vík,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið.

Hann sagði gosið vera tíu til tuttugu sinnum kraftmeira en við upphaf gossins í Fagradalsfjalli 2021. Nú koma 100 til 200 rúmmetrar af kviku upp úr sprunginni á sekúndu hverri.

Hvað varðar útstreymi brennisteinsdíoxíðs þá er það tífalt meira á hverja tímaeiningu en í síðustu þremur gosum eða 30 til 60 þúsund tonn á sólarhring. Góðu fréttirnar hvað þetta varðar eru að sögn Þorvalds að vindáttir eru hagstæðar eins og er og blæs þessu að mestu út á haf.

Hraun flæðir nú í norður og austur frá sprungunni en Þorvaldur benti á að hraunið geti ekki runnið mjög langt til austurs því landið byrjar að hækka skammt frá sprungunni. Segir hann þá töluverðar líkur á að hraunrennslið sveigi í suður, í átt að Grindavík. Norðan við gossprunguna séu mikilvægir innviðir sem geti verið í hættu ef gosið stendur lengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“