Þegar slökkvilið kom á vettvang sást vissulega eldur inni í húsnæðinu og þegar farið var inn reyndist hann loga í kertaskreytingu. Sem betur fer hafði eldurinn ekki náð að dreifa sér innan húsnæðisins. Skreytingin var borin út og húsið reykræst.
Í tilkynningu frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að það megi teljast mildi að ekki fór verr þar sem enginn var heima þegar eldurinn kom upp. Þá var enginn reykskynjari í húsnæðinu sem er sjaldséð í dag.
Slökkviliðið hafði í mörg horn að líta og fóru sjúkrabílar í 142 verkefni. Þriðjungur af þeim voru forgangsverkefni sem telst frekar hátt hlutfall. Þá fóru dælubílar í sjö útköll.