fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Máli Sýnar gegn Jóni Einari vísað frá – Segist hjálpa gamla fólkinu á Spáni að fá íslensku stöðvarnar

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. desember 2023 19:00

Sýn var gert að greiða Jóni Einari 300 þúsund í málskostnað og málinu var vísað frá í heild sinni. Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máli Sýnar gegn Jóni Einari Eysteinssyni, sem hefur streymt sjónvarpsstöðvum félagsins á netinu, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.  Stefnan var of óskýr að mati dómara.

Í stefnunni segir að Jón Einar hafi frá árinu 2021 streymt læstum sjónvarpsstöðvum í gegnum síðuna www.iptv-ice.com og tekið gjald fyrir. Sýn vildi að Jón Einar upplýsti um bókhald sitt til að séð yrði hvað hann hefði grætt á þessu. Þá var þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar fyrir að dreifa höfundarréttarvörðu efni og að viðurkennd yrði bótaskylda í málinu.

Auglýsir í grúbbum

DV greindi frá stefnunni í maí síðastliðnum. Jón er á sextugsaldri með skráð lögheimili í Mosfellsbæ en hefur verið búsettur á Spáni.

Sjá einnig:

Sýn stefnir Jóni Einari og krefst refsingar – Hefur selt Íslendingum á Spáni aðgang að læstri sjónvarpsdagskrá

Jón hefur einmitt auglýst streymissíðuna í gegnum Facebook hópa Íslendinga sem búsettir eru eða dvelja á Spáni. Meðal annars hópunum „Íslendingar á Spáni“ og „Golfspjallið“ sem telja mörg þúsund meðlimi.

Einn viðskiptavinur Jóns lét Sýn vita af þessu en sá hinn sami vissi ekki að Jón hefði ekki leyfi fyrir dreifingunni frá fyrirtækinu. Hann hafði greitt 37 þúsund krónur fyrir þjónustuna.

Að hjálpa gamla fólkinu á Spáni

Sýn telur að Jón hafi valdið efnishöfundum, íslenskum sem erlendum sjónvarpsstöðvum sem og öðrum rétthöfum verulegum fjárhagslegum skaða.

Í frétt Vísis af málinu frá því í maí kemur fram að Jón hafi hafnað því að hafa makað krókinn af starfseminni. Þetta væri meira í ætt við góðgerðastarf sem hann væri að vinna.

„Ég hef verið að hjálpa fólki á Spáni með íslenska sjónvarpið, aðallega með RÚV og erlendar stöðvar. Þetta er bagalegt fyrir gamla fólkið á Spáni, það fær ekki aðgang að íslenska sjónvarpinu. Ég er bara milligöngumaður í þessu hér. Það eru svo margir í þessu á Spáni sem eru að bjóða þessa þjónustu,“ sagði Jón við Vísi á sínum tíma.

Hann sagði starfsemina ekki eins og lögmenn Sýnar lýsa í stefnunni. Heldur að hann kaupi búnað og áframselji hann og setji upp fyrir gamalt fólk. Fyrir þessa vinnu rukki hann vitaskuld.

Óskýr kröfugerð

Í dóminum segir að Sýn hafi kosið að orða kröfugerð sína með þeim hætti að krefjast upplýsinga um fjölda þeirra sem Jón hefur veitt aðgang að sjónvarpsstöðvum og streymisveitum á tilgreindu tímabili auk upplýsinga um tekjur af þeirri þjónustu.

„Stefnandi hefur á hinn bóginn ekki afmarkað þessa kröfugerð sína nánar til samræmis við framangreint  ákvæði  2.  gr.  höfundalaga,  sbr.  1.  gr.  laga  nr.  9/2016.  Af  þeim  sökum  er  óhjákvæmilegt að líta svo á að tilgreining þeirra athafna sem vísað er til í kröfugerðinni sé of opin og óskýr um þá háttsemi sem til er vísað og standist því ekki áskilnað d-liðar 80. gr. laga nr. 91/1991 um skýrleika kröfugerðar,“ segir í dóminum.

Vegna þessa og fleiri atriða taldi dómarinn að málatilbúnaðurinn væri í andstöðu við meginreglur einkamálaréttarfars um ljósa og skýra kröfugerð. Ekki væri því hjá komist að vísa málinu frá í heild sinni. Var Sýn gert að greiða Jóni 300 þúsund krónur í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg