fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Landsvirkjun skerðir raforku til stórnotenda – Slæmur vatnsbúskapur

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. desember 2023 18:30

Álver Rio Tinto í Straumsvík er einn af stórnotendunum sem verður fyrir skerðingum. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum sínum á suðvesturhluta landsins að skerða þurfi raforku til starfsemi þeirra. Um er að ræða Elkem, Norðurál, Rio Tinto og fjarvarmaveitur.

Ekki hefur fyrr þurft að skerða raforku til þessara aðila á þessum vetri. Skerðingarnar hefjast 19. janúar næstkomandi og geta staðið allt til aprílloka. Fer það eftir hvernig vatnsbúskapurinn gengur í vetur.

„Staðan hefur enn versnað frá síðasta mánuði, þegar grípa þurfti til takmörkunar á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Desember hefur verið mjög þurr mánuður á suðurhluta landsins. Lónsstaða Þórisvatns er með versta móti og áætlanir sýna að yfirborðið gæti farið niður fyrir 562 metra yfir sjávarmáli. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 2014.

„Þetta dræma innrennsli leiðir til þess að skerða þarf afhendingu orku um allt að 200 GWst til viðbótar við það sem áður hefur verið tilkynnt. Gert er ráð fyrir fullri nýtingu skerðingarheimilda í þeim samningum sem um ræðir, en skerðingarheimildin er mismunandi eftir samningum. Almennt nemur skerðingin um  10% á mánuði, en það er þó misjafnt eftir samningum, m.a. eftir því hversu hratt fyrirtækin geta dregið úr orkunotkun sinni,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar.

Stórnotendur nyrðra verða ekki fyrir skerðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“