fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Hraunið gæti runnið kílómetra á einni klukkustund

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 07:00

Frá gosinu sem hófst 18. desember 2023. Mynd:Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðu greiningar rannsóknareiningar Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá þá er útstreymi brennisteinsdíoxíðs frá gossprungunni á Reykjanesskaga um tífalt meira en í gosunum á  skaganum á undanförnum árum.

Í færslu hópsins á Facebook kemur fram að gossprungan sé um 4 km á lengd og liggi frá norðurhlíðum Hagafells og norður undir Stóra-Skógfell.

Kvikustrókar eru sagðir vera ansi öflugir og nái þeir hæst um og yfir 100 metra hæð. Hraunrennsli er 100 til 200 rúmmetrar á sekúndu. Þýðir þetta að hraun frá gígnum fer 0.5 til 1 km á klukkustund.

Útstreymi brennisteinsdíoxíðs við gosstöðvarnar er 30 til 60 þúsund tonn á dag en það er tífalt meira en í fyrri gosum á skaganum segir í tilkynningu hópsins.

Facebookfærsla hópsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“