Þetta kemur fram í færslu á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar segir einnig að sama þróun hafi átt sér stað í gosunum á Reykjanesskaga á síðustu árum.
Gossprungan er um 4 km á lengd. Norðurendi hennar er rétt austan við Stóra-Skógfell og suðurendinn rétt austan við Sundhnúk. Suðurendinn er í um 3 km fjarlægð frá útjaðri Grindavíkur.
Vísindamenn munu funda í fyrramálið um þróun mála í nótt.