fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Einar: „Það er engin spurning að fólk mun finna fyrir þessu“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. desember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, segir það miklu máli skipta hver vindáttin er þegar kemur að mengun frá eldgosinu sem hófst við Sundhnúkagígaröðina í gærkvöldi.

Viðbúið er að töluverð mengun fylgi eldgosinu enda hraunrennsli mun meira en var til dæmis í síðasta gosi við Litla-Hrút. Einar ræddi þetta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„Eins og staðan er núna þá er vestanátt og vestanáttin ber gufurnar til austurs. Og það er þá helst yfir Krýsuvík og þær slóðir og svo áfram nærri Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Síðan er vindurinn með morgninum að verða meira norðvestanstæður og það er hagstæðara því þá fer mökkurinn bara yfir óbyggðir á Reykjanesi og síðan út á sjó. Þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af einu né neinu hvað það varðar,“ sagði Einar.

Einar segir að í nótt og í fyrramálið verði vindurinn meira suðvestanstæður og þá geti mengun farið að berast inn á Reykjanesið, í áttina að Vogum og jafnvel að höfuðborgarsvæðinu.

Aðspurður hvort magnið af gasi sé það mikið að íbúar í nágrenni gossins fari að finna fljótt fyrir menguninni sagði Einar: „Það kom fram í gær að menn litu svo á að ef hraunrennslið væri 100-200 rúmmetrar á sekúndu þá er þetta margfalt magn. Gasið er bara í réttu hlutfalli við kvikuna sem er að koma upp. Það er engin spurning að fólk mun finna fyrir þessu.“

Einar segir að á morgun komi skil upp að landinu með rigningu. Það sem gerist er að brennisteinsdíoxíð hvarfast í brennisteinssýru ef það er vatn til staðar í lofthjúpnum í einhverjum mæli. „Það er kannski það sem menn ættu að óttast á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“