Bryndís skrifaði færslu á Facebook í nótt sem vakið hefur talsverða athygli og veitt hún DV góðfúslegt leyfi til að deila henni með lesendum.
„Eldgos eru spennandi, kraftmikil náttúruöfl og lúta engum þekktum lögmálum. Síðustu ár höfum við fengið túristagos og stemning að ræða, mynda, skoða og gleðjast. Nú er eldgosið í innan við 3km frá heimabænum mínum, elsku Grindavík,“ segir Bryndís og heldur áfram:
„Ég vil því hvetja alla sem eru að tjá sig um eldgosið og birta myndir og fleira að yfir 3.700 manns eru í miklum tilfinningarússíbana um hvort heimili þeirra og samfélagslegt hjarta verði á sínum stað í fyrramálið. 1% þjóðarinnar er í sárum.“
Færsluna endaði hún á þessum orðum:
„Hugsaðu þig um áður en þú tjáir þig af léttúð um ástandið. Ég skil ykkur því ég var þar seinustu 3 eldgos en ástandið er annað núna. Að lokum, Grindvíkingar eru enn að upplifa áfall sem þýðir alls konar tilfinningar sem við tjáum á misjafnan hátt. Sýnið því skilning. Megi allir góðir vættir vaka yfir Grindavík nú sem alltaf.“