fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Þriggja kílómetra gossprunga og líkur á að hluti hrauns renni í átt að Grindavík

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. desember 2023 23:46

Skjáskot úr þyrlu Landhelgisgæslu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segir að gossprungan á Reykjanessaga sé gífurlega stór, eða tæpir 3,5 kílómetrar sem sé um þrefalt stærra heldur en í gosinu við Fagradalsfjall. Þetta kom fram í aukafréttatíma RÚV.

Þá benda mælingar til að um 100-200 rúmmetrar af hrauni séu að koma upp úr sprungunni sem er margfalt meira en í fyrri gosum.

Sem stendur lítur út fyrir að hraun flæði að mestu norðan við vatnaskil, en þó eru líkur á að eitthvað fari suður við skilin og þá í átt að Grindavík. Atburðarásin var hröð í kvöld og kom náttúrváfræðingum nokkuð á óvart.

Enn er ókvæmt að spá fyrir um framhaldið, en ljóst er að sprungað er stór og mun meira gosefni á leið upp heldur en í fyrri gosum á Reykjanesskaganum undanfarin ár.

Landris og þensla við Svartsengi hafi verið nokkuð stöðugt undanfarna mánuði og þar kvika að safnast fyrir í eins konar kvikuhólf eða kvikusöfnunarstað. Spennan hefur verið mikil og þó skjálftar hafi gengið niður þá hafi kvika áfram flætt inn og svo þegar hrinan byrjaði í kvöld tókst kvikunni að finna sér leið upp á yfirborð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“