Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segir að gossprungan á Reykjanessaga sé gífurlega stór, eða tæpir 3,5 kílómetrar sem sé um þrefalt stærra heldur en í gosinu við Fagradalsfjall. Þetta kom fram í aukafréttatíma RÚV.
Þá benda mælingar til að um 100-200 rúmmetrar af hrauni séu að koma upp úr sprungunni sem er margfalt meira en í fyrri gosum.
Sem stendur lítur út fyrir að hraun flæði að mestu norðan við vatnaskil, en þó eru líkur á að eitthvað fari suður við skilin og þá í átt að Grindavík. Atburðarásin var hröð í kvöld og kom náttúrváfræðingum nokkuð á óvart.
Enn er ókvæmt að spá fyrir um framhaldið, en ljóst er að sprungað er stór og mun meira gosefni á leið upp heldur en í fyrri gosum á Reykjanesskaganum undanfarin ár.
Landris og þensla við Svartsengi hafi verið nokkuð stöðugt undanfarna mánuði og þar kvika að safnast fyrir í eins konar kvikuhólf eða kvikusöfnunarstað. Spennan hefur verið mikil og þó skjálftar hafi gengið niður þá hafi kvika áfram flætt inn og svo þegar hrinan byrjaði í kvöld tókst kvikunni að finna sér leið upp á yfirborð.