fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Þetta fékk Ragnhildur fyrir 55 þúsund krónur í Svíþjóð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. desember 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, skellti sér á dögunum yfir til Svíþjóðar til að gera matarinnkaupin fyrir jólin.

Ragnhildur, eða Ragga nagli eins og hún er oftast kölluð, er búsett í Danmörku og virk á Facebook þar sem hún tjáir sig gjarnan um heilsutengd málefni.

Ragnhildur segir að sænska krónan sé vannærð og horuð í samanburði við dönsku frænku sína og því fáist talsvert mikið meira þar fyrir aurinn.

„Sjoppurnar Svíamegin eru eins og kapítalískur ammerískur súpermarkaður í samanburði kommunístískan Danann með sitt þrönga vöruúrval. Leiðin lá að sjálfsögðu í uppáhalds búðina ICA Maxi sem selur allt frá rúðuþurrkum upp í kavíar,“ segir Ragnhildur og birtir svo lista yfir það sem rataði í körfuna:

2.5 kg hreindýrafillet

1 kg kjúklingabringur

2 x Sukrin Gold

1x Sukrin

kippa af sódavatni

1 l Möndlumjólk vanillu

Electrolytes Freyðitöflur

C-vítamín freyðitöflur

Sætar kartöflur x 2

5 stk Portobello sveppir

Hummus venjulegur

Hummus sólþurrkaður

Baba Ganoush eggaldinmauk

Hamborgarasósa

Rafhlöður AA 4 stk

French’s Sinnep 400 ml

Skánskt sinnepskrukka

Laktósafrí Tzatziki ídýfa

Villibráðakraftur

10 x pokar Extra tyggjó

Espresso kaffihylki

Shiitake sveppir

2x kúrbítur

Teriyaki sósa

Sykurlaus sweet chili sósa

Maískökur með súkkulaði

Maískökur hreinar

Jólastjarna í glugga

Ljós í jólastjörnu

Ostabakki úr tré

Vanilludropar

2x pokar xanthan gum þykkingarefni

1 kg fata hnetusmjör

Fyrir þetta greiddi Ragga 4.029 sænskar krónur, sem gera 2.682 krónur danskar og 55 þúsund íslenskar krónur. „Fimm stútfullir pokar af allskonar gúrmetisgleði fyrir matarperrann, og jólasteikin bíður spennt í frystinum eftir familíudinner á aðfangadag,“ segir hún.

Færsla Röggu hefur vakið talsverða athygli og hafa margir lagt orð í belg við hana. Einn bendir á að Ica Maxi sé ekki lágvöruverðsverslun í Svíþjóð og það sé hægt að versla ódýrari matvörur fyrir jólin. Þá bendir einn á að sænskt hreindýrafillet kosti frá 10 þúsund og upp í 13 þúsund hér á landi. Bara það geri hátt í 25 þúsund krónur fyrir 2,5 kíló.

Ragga segir það geta verið hagkvæmt að skella sér til Svíþjóðar og gera innkaupin þar.

„Það er talsvert mikið ódýrara að versla í matinn í Danmörku en á Íslandi, en síðan enn ódýrara bæði í Svíþjóð og Þýskalandi. Svo við rennum oft yfir landamærin og söfnum í sarpinn,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“