Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir þessu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vildi ekki staðfesta að frumvarpið sé til.
„Þessum aðilum skal vera ljóst að það er enginn sérstakur skilningur meðal þjóðarinnar á því að það sé skynsamlegt að vera í verkfalli rétt fyrir jól í kjölfarið á náttúruhamförum sem hafa kostað samfélagið umtalsvert. Fólk hlýtur að átta sig á því að það ber ábyrgð,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Morgunblaðið og bætti við að hann telji að samfélagið standi ekki saman um þetta verkfall og augljóst sé að deiluaðilar eiga erfitt með að setjast niður og semja.