fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Páfi leyfir prestum að blessa samkynhneigða – Ekki gifta samt

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 18. desember 2023 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frans páfi hefur undirritað plagg sem heimilar kaþólskum prestum að leggja blessun sína yfir samkynja pör. Segir hins vegar að ekki sé um eiginlega hjónavígslu að ræða.

Fréttastofan AP greinir frá þessu.

Páfi hafði ýjað að breytingunum í október. Það eð að hægt sé að blessa samkynja fólk án þess að ganga gegn kennisetningum Biblíunnar. En kaþólska kirkjan hefur alltaf haft þá afstöðu að hjónaband sé aðeins á milli karls og konu. Breytingin nú er því nokkuð róttæk.

Í nýju plaggi sem páfi hefur nú undirritað segir að fólk sem leitast eftir ást guðs og miskunn eigi ekki að þurfa að undirgangast ítarlega siðferðislega athugun áður en það fær hana.

Ekki sömu aðferðir og við giftingar

Í plagginu segir hins vegar að hjónabandið sé heilagt sakramenti karls og konu sem varir út lífið. Einnig að kaþólskir prestar eigi ekki að veita samkynja fólki blessun á sama tíma og það gengur í staðfesta samvist hjá sýslumanni. Einnig að prestar ættu ekki að klæðast sama fatnaði og nota sömu aðferðir við að blessa samkynja fólk og þeir nota við giftingar.

Blessun samkynja para sé hins vegar ekki bönnuð.

„Blessanir auka möguleika fólks á að treysta bönd sín við guð. Beiðni um blessun nærir nálægðina við guð þúsundfalt í ákveðnum kringumstæðum lífsins, sem er ekkert smáræði í þessum heimi í dag,“ segir í plagginu. „Þetta er fræ hins heilaga anda sem verður að vera hlúð að, ekki hindrað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti