fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Ökuníðingurinn í Grafarvogi dæmdur í enn eitt skiptið – Sviptur ævilangt en hættir ekki að keyra

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 18. desember 2023 15:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökuníðingur sem missti bílprófið ævilangt fyrir löngu síðan hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að keyra bíl. Er þetta í sjötta sinn sem hann er dæmdur fyrir að keyra próflaus en hann á einnig dóma á bakinu fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur.

DV greindi frá málinu þann 22. nóvember síðastliðnum. Það er að íbúar í Engjahverfi í Grafarvogi væru uggandi vegna ökuníðings sem ítrekað hafi sest undir stýri þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum ævilangt.

„Við viljum að maðurinn hætti að keyra. Krakkarnir okkar eru hér úti um allt á rafskútum og að leika sér,“ sagði einn íbúi í hverfinu sem DV talaði við.

Tuttugu ára brotasaga

Brotasaga mannsins, sem er á fertugsaldri, nær aftur til ársins 2004 en hann hefur í tugi skipta verið tekinn undir áhrifum á bíl. Bæði vegna áfengis og fíkniefnaneyslu. Þá hefur hann einnig verið dæmdur fyrir hraðakstur, vörslu fíkniefna og fjársvik.

Sjá einnig:

Ógnarástand vegna próflauss ökuníðings í Grafarvogi – „Við viljum að maðurinn hætti að keyra“

Maðurinn hefur verið dæmdur víða um land, svo sem hjá Héraðsdómum Reykjavíkur, Reykjaness, Vestfjarða og Austurlands. Þrátt fyrir að ævilöng svipting ökuréttinda hafi verið áréttuð margsinnis í dómum hefur maðurinn ítrekað haldið áfram að keyra.

Dómurinn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur miðvikudaginn 13. desember síðastliðinn var sá sjötti þar sem hann var dæmdur fyrir að keyra próflaus.

Játaði sem fyrr

Maðurinn var handtekinn föstudaginn 27. október í götunni Laufengi þar sem hann býr hjá kærustu sinni. En hann hefur haft aðgang að Volvo jeppa og Skoda skutbíl, og er annar þeirra skráður á tengdaföður hans. Að sögn vitna var fimmtán ára stjúpsonur mannsins í bílnum þegar lögregla kom að.

Eins og í flestum fyrri málum játaði hann brot sín skýlaust og taldi dómari það horfa honum til málsbóta. Hlaut hann eins og áður segir fjögurra mánaða fangelsisdóm, sem er óskilorðsbundinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri