Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, giskar á að strókar í gosinu sem var að hefjast á Reykjanesskaga séu hæst að ná upp í 150 metra hæð. Þetta segir hann í samtali við mbl.is.
Þorvaldur segir að svo virðist sem gosið sá á versta stað, vestan við Hagafell og þar upp eftir og þá sennilega í gengum Sundhnúkana. Kvikustrókarnir séu verulega háir og það þýði að hraunið flæði mjög hratt.
„Kannski nálægt því að vera versta tilfellið sem hægt er að hugsa sér, því miður.“