fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Gætu aðeins liðið nokkrar klukkustundir þar til hraun nær til Grindavíkur – „Þetta er ekki túristagos“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. desember 2023 23:25

Víðir Reynisson - Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos hófst á Reykjanesskaga á tólfta tímanum í kvöld. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs segir í samtali við RÁS 2 að gosið sé hratt og atburðarásin í kvöld hafi verið hröð.

Þyrla landhelgisgæslu er á leiðinni í loftið til að vísindamenn geti fengið betri mynd af atburðum. Hvetur hann alla sem gætu verið enn í Grindavík að koma sér þaðan sem fyrst og fara Suðurstrandaveg. Enn á eftir að ná utan um hvert hraun er að renna, en fyrstu upplýsingar benda til þess að það renni í allar áttir frá sprungunni sem myndast hefur. Strókarnir eru mjög háir og sem stendur gæti hraun runnið til Grindavíkur eða að varnargörðunum við Svartsengi.

Víðir tekur fram aðstæður eru hættulegar og fólk ætti ekki að drífa sig á vettvang til að berja gosið augum.

„Þetta er ekki túristagos sem við erum að horfa á í augnablikinu“

Eftir atvikum, ef hraun rennur í átt til Grindavíkur, þá gæti það aðeins tekið örfáar klukkustundir að ná til Grindavíkur en ef hraunið rennur norðan við vatnaskilin þá ætti hraunið ekki að renna til Grindavíkur.

Enn á eftir að gera mat á hættu sökum gasmengunar og Víðir er ekki með staðfestingu á því að Bláa lónið sé tómt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“