Eldgos hófst á Reykjanesi fyrr í kvöld, en á meðan vefmiðlar flytja fregnir af stöðunni, heldur Silfrið áfram í útsendingu en þátturinn hófst kl.æ 22.19 og stendur enn yfir. Fjölmargir furða sig á þessu enda gegnir RÚV ábyrgðarhlutverki.
„Afhverju er RUV ekki byrjað að sýna og segja frá eldgosinu?,“ spyr Páll Valur Björnsson fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar.
„Ótrúlegt að RUV sé bara að klára einhvern spjallþátt þegar eldgos er hafið,“ segir Matthías Imsland.
Ótrúlegt hjá ruv að halda áfram ómerkilegum spjallþætti, vantar bara að setja fiðlu á Samfylkinga Loga
— Tómas Þóroddsson (@tommithorodds) December 18, 2023
Von er á aukafréttatíma segir á vef RÚV kl. 23.10. Fréttatíminn hóft kl. 23.23.
Jæja RÚV fleygið nú Silfrinu úr settinu og gefið mér Boga Ágústsson í tvíhnepptum jakka með gylltum tölum og geðveikt bindi undir eins!
— Tómas Sjöberg (@tommisjoberg) December 18, 2023
Heyrt í Silfrinu á Rúv:
“Eldgos er hafið rétt fyrir utan Grindavík. Það verður aukafréttatími á eftir en við ætlum að halda áfram að spjalla. En aðeins yfir í léttari sálma”
Hvaða þvæla er í gangi þarna??? Þetta er gjörsamlega út úr kortinu!
— Ásgeir Halldórsson (@asgeir86) December 18, 2023
Eldgos byrjaði fyrir 30 mín og @RUVfrettir er að tala um utanríkismál. Er enginn á vaktinni þarna? 🤣🔥
— Hilmar Nordfjord (@hilmartor) December 18, 2023
Fyrsta skiptið í ansi langan tíma sem ég horfi á Silfrið. Nema ég bara ætlaði ekkert að horfa á Silfrið. Kommon Rúv, þið gegnið öryggishlutverki í landinu.
— Matti Matt. Hann/Him (@mattimatt) December 18, 2023