Eldgosið sem hafið er á Reykjanesskaga hefur ekki áhrif á opnun Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram á heimasíðu Isavia.
Þar segir að þrátt fyrri að eldgos hafi hafist í kvöld hafi það ekki áhrifa á flug eins og staðan er núna.
Lögreglan hefur hins vegar lokað Reykjanesbraut í einhvern tíma sem gæti haft áhrif á það hvort farþegar komist til og frá vellinum.
Gosið nálægt Grindavík hófst seint í kvöld en íbúar Grindavíkur þurftu að yfirgefa heimabæ sinn fyrir um mánuði síðan.
Í tilkynningu frá Náttúruvárvakt kl. 22.37 segir: Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Það sést á vefmyndavéĺum og virðast vera staðsett nærri Hagafelli. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið innan skamms til þess að staðfesta nákvæma staðsetningu og stærð eldgossins. Nánari upplýsingar verðar aðgengilegar fljótlega.