Félag flugumferðarstjóra hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir í ljósi tíðinda af eldgosinu. Þetta staðfestir Arnar Hjálmarsson, formaður félagsins, í samtali við Vísi en næstu aðgerðir áttu að hefjast á miðvikudag. „Við aflýstum aðgerðum um leið og við fréttum af þessu gosi. Á meðan óvissuástand ríkir þá munum við ekki boða til frekari aðgerða,“ segir Arnar.
Lítið hefur þokast í viðræðunum en deiluaðilar funduðu ekki formlega í dag.