fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Björn Leví gagnrýnir fjölda frídaga á Alþingi – „Ég held að þingið geti ekki leyst stór sam­fé­lags­leg vanda­mál leng­ur“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2023 10:00

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi er komið í jólafrí til 22. janúar næstkomandi eftir að þingfundum var frestað um helgina. Sitt sýnist hverjum um þau löngu frí sem tíðkast á Alþingi og gerir Björn Leví Gunnarsson, Alþingismaður Pírata, málið að umtalsefni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Nú er þingið komið í jóla­frí til 22. janú­ar. Ansi langt finnst held ég flest­um. Fríið er að vísu aðeins styttra þar sem fund­ir nefnda hefjast viku fyrr eða 15. janú­ar. Það er samt næst­um mánuður í frí,“ segir Björn Leví sem spyr hvers vegna þingið fer í svona langt jólafrí svo ekki sé minnst á sumarfríið.

„Er ekki nóg að gera? Ég hef oft heyrt þess­ar spurn­ing­ar og ég skil þær mjög vel. Ástæðurn­ar fyr­ir löngu fríi eru nokkr­ar og mis­góðar. Eða kannski misslæm­ar,“ segir hann og fer yfir málið.

Hefur alltaf verið svona

„Aðalástæðan er ein­fald­lega að þannig hef­ur þetta alltaf verið. Það er hefð fyr­ir þessu. Þingið var áður fyrr ekki fullt starf og sóttu menn þing þegar ekki var mikið að gera í bú­skapn­um. En á und­an­förn­um ára­tug­um hef­ur starf þings­ins orðið um­fangs­meira. Áskor­an­irn­ar og kröf­urn­ar eru meiri og þá er hægt að spyrja hvort það sé ekki bara hægt að gera þingið að venju­leg­um vinnustað með hefðbundnum vinnu­tíma yfir allt árið?“

Hann segir að næsta ástæðan fyr­ir þessu fyr­ir­komu­lagi sé að þing­menn komi til starfa á þingi alls staðar af land­inu án þess að það sé í raun gerð krafa um að kjörn­ir þing­menn þurfi að flytja í höfuðborg­ina eða ná­grenni henn­ar til að sinna þing­störf­um.

„Það er sem sagt enn gert ráð fyr­ir því að fólk geti búið alls staðar á land­inu og samt sinnt þing­störf­um. Þess vegna vinn­ur þingið í raun­inni enn í törn­um með löng­um frí­um inn á milli.“

Staða sem hentar íhaldinu vel

Björn bendir þó á að það sé ekki al­veg rétt að segja að það sé frí þegar þing er ekki að störf­um, það er á meðan ekki eru þing­fund­ir eða nefnd­ar­fund­ir. Hægt sé að sinna mörgum öðrum verkefnum á meðan og undirbúningur næstu mála fari oft fram í þessum hléum sem dæmi.

„Síðasta ástæðan er að þetta fyr­ir­komu­lag hent­ar íhald­inu mjög vel. Þau sem vilja sem minnstu breyta myndu búa til ná­kvæm­lega svona kerfi til þess að koma í veg fyr­ir að hægt væri að breyta til. Það fylg­ir hug­mynda­fræðinni um að allt gott ger­ist hægt og þótt það sé kannski al­mennt þannig þá þarf stund­um að taka til hend­inni og gera al­menni­lega hreint. Það þarf að vera hægt að gera hvort tveggja; taka á mál­un­um í ró og næði og taka vel ígrundaðar ákv­arðanir, og hrista svo upp í kerf­inu af og til og sjá hvað hryn­ur úr því. Þegar bíll­inn er að hrynja í sund­ur er ekki nóg að tjasla bara upp á hann fyr­ir skoðun, stund­um þarf nefni­lega bara að draga hann á haug­ana og kaupa nýj­an.“

Björn Leví kallar eftir ákveðnum breytingum á störfum þingsins og endar grein sína á þessum orðum:

„Ég held að þingið geti ekki leyst stór sam­fé­lags­leg vanda­mál leng­ur. Kvóta­kerfið, einka­væðing (eða ekki) heil­brigðis­kerf­is­ins, stjórn­ar­skrá­in, mennta­kerfið … ég held að við þurf­um að fylgja for­dæmi Íra, sem fylgdu for­dæmi okk­ar, um borg­araþing, til þess að skera á hnút­ana í þess­um stóru mál­um. Til þess að taka þessi mál úr póli­tísku skot­gröf­un­um. Svo stjórn­mála­flokk­arn­ir lofi ekki bara og lofi og klári svo aldrei stóru mál­in held­ur fari bara í löng frí.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“