fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Skiptar skoðanir um seinkun skóladagsins í nýrri könnun

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. desember 2023 17:30

Svarendur skiptust að mestu í tvær fylkingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar lét gera könnun um hvort seinka ætti skóladeginum hjá unglingastigi til reynslu. Flestir vilja að skóladagurinn hefjist klukkan 8:40.

Reykjavíkurborg hefur þegar ákveðið að seinka skóladeginum og mun hann hefjast klukkan 8:50 í fyrsta lagi. Sú breyting tekur gildi á næsta skólaári.

Könnunin var lögð fyrir nemendur, foreldra og kennara við Grunnskólann á Ísafirði í október síðastliðnum. Niðurstöðurnar voru lagðar fyrir fræðsluráð á fundi á fimmtudag.

Þegar fólk var spurt hvort það vildi seinka skóladeginum til prufu næsta vetur skiptist svarendahópurinn næstum því í tvennt. 45,5 prósent vildu seinka skóladeginum en 42 prósent vildu það ekki. 12,5 prósent svöruðu á þá leið að þeim væri alveg sama.

200 manns svöruðu spurningunni. 48,5 prósent þeirra voru foreldrar, 47,5 prósent nemendur og 4 prósent kennarar.

Einnig voru þeir 112 sem svöruðu já spurðir hvenær þeir vildu að skólinn myndi hefjast. Langflestir, eða 87,5 prósent, vildu að skólinn byrjaði klukkan 8:40 en 12,5 prósent að hann byrjaði 9:40.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“