Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem er meðal annars leiðsögukona og deildarstjóri ungmennahúsa hjá Hafnarfjarðarbæ, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að fjársöfnun sé hafin til styrktar Asil J. Suleiman Almassri. Asil er frá Palestínu en hún var meðal þeirra sem fengu íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í gær.
Asil er 17 ára og missti foreldra sína, tvær systur og frændfólk í sprengjuárásum Ísraels á Gaza. Hún missti einnig annan fótinn fyrir ofan hné. Bróðir hennar, Suleiman Al Masri, hefur búið hér á landi síðan 2020 og hafði óskað eftir því að Asil yrði að leyft að flytja til hans. Sú er nú orðin raunin og Asil komin í hóp nýrra Íslendinga.
Asil er nú sem stendur í Egyptalandi og framundan er ferð til Belgíu en stefnt er að því að þangað muni bróðir hennar sækja hana upp úr áramótunum. Er söfnuninni ætlað að að hjálpa til við ferðalagið og hjálpa Asil að hefja nýtt líf á Íslandi.
Margrét segir í færslu sinni:
Í færslu Margrétar segir að söfnunarreikningurinn sé undir kennitölu félagsins Ísland-Palestína en reiknigurinn hafi verið sérstaklega stofnaður til að styðja við heimkomu Asil.
Reikningsnúmer: 515-14- 8402