fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Regluverk námslána sagt of kostnaðarsamt og flókið – Markmið um jöfn tækifæri til náms ekki náðst

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. desember 2023 20:30

Menntasjóður námsmanna er til húsa í Borgartúni 21. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir helgi birti háskóla-, iðnaðar, og nýsköpunarráðuneytið skýrslu um Menntasjóð námsmanna og árangur af lögum um sjóðinn og námslán sem tóku gildi árið 2020. Í samantekt um helstu niðurstöður skýrslunnar segir ráðuneytið meðal annars að færri einstaklingar hafi nýtt sér ákvæði laganna um námsstyrki en búist var við og að regluverk um námslán sé bæði flókið fyrir umsækjendur og kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð. Markmið laganna um jöfn tækifæri til náms hafi ekki náðst.

Í samantektinni segir að lögin sem sett voru 2020 hafi falið  í sér umtalsverðar breytingar á námslánakerfinu. Sumar þeirra hafi verið af hinu góða fyrir námsmenn en nauðsynlegt sé að breyta lögunum til að ákvæði þeirra um markmið um jöfn tækifæri til náms náist. Minnt er einnig á að lögin fólu m.a. í sér þá breytingu að nemendur eiga nú möguleika á að hluta námsláns verði breytt í styrk.

Skýrslan er aðgengileg á vef Alþingis. Í samantekt ráðuneytisins segir að helstu niðurstöður skýrslunnar séu þær að mun færri námsmenn hafi nýtt sér námsstyrki en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Ánægja sé með nýja styrkjakerfið en námsframvindukrafa sem sé skilyrði umbreytingar hluta námsláns í styrk valdi óánægju stúdenta.

Áhætta sem námsmenn beri af vaxtastigi námslána fram að útskrift sæti gagnrýni.

Þungt og flókið regluverk námslána kosti um 20 prósent af öllum framlögum ríkisins til námsaðstoðar í gegnum Menntasjóð.

Ekki sé gert ráð fyrir framlagi ríkisins vegna kostnaðar sem hljótist af tekjutengdum afborgunum og vaxtaþaki námslána, auk vaxtalauss tímabils námslána á meðan lántaki sé í námi.

Vaxtaáhætta Menntasjóðs sem verði til vegna fjármögnunar útlána á öðrum vaxtakjörum en námsmenn greiða sé ófjármögnuð.

Ábendingum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um aðskilnað nýs styrkjakerfis frá eldra námslánakerfi hafi ekki verið fylgt eftir.

Í samantekt ráðuneytisins segir enn fremur að fyrir liggi að mun færri námsmenn hafi nýtt sér námsstyrki en áætlanir fyrir Menntasjóð hafi gert ráð fyrir. Þar að auki hafi stöðugt dregið úr eftirspurn eftir námslánum. Ánægja sé með þann möguleika að hluta námsláns verði breytt í styrk að uppfylltum skilyrðum en stúdentar séu ósáttir við námsframvindukröfu samkvæmt skipulagi viðkomandi námsleiða. Framfærslugrunnur námslána hafi náð að halda í við þróun vísitölu neysluverðs á meðan viðbótarlán vegna húsnæðis hafi ekki náð því.

Fjárhagsleg áhætta fyrir nemendur

Í samantektinni kemur einnig fram að það sem einna helst sé gagnrýnt við fyrirkomulagið sem tekið var upp 2020 sé fyrirkomulag á endurgreiðslum námslána. Fyrirkomulagið hafi verið ákveðið í lágvaxtaumhverfi en gjörbreyttar aðstæður í efnahagsmálum hafi dregið fram gallana við það. Mikil óvissa felist í því fyrir nemendur að vaxtastigið komi ekki í ljós fyrr en við útskrift og í því felist umtalsverð fjárhagsleg áhætta fyrir viðkomandi.

Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar liggi það fyrir að tækifæri séu til að endurskoða og einfalda þjónustu og starfsemi Menntasjóðs námsmanna.

Í lok samantektarinnar er það boðað að frumvarp til breytinga á lögunum frá 2020 verði lagt fram á vorþingi 2024. Í frumvarpinu verði brugðist við helstu annmörkum laganna frá 2020 sem rakin séu í niðurstöðu skýrslunnar, að undangengnu samráði við helstu hagsmunaaðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður